Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:55 Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu um tíma í kvöld. Skjáskot/veðurstofan Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu. Veður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.
Veður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira