Markvörðurinn sem fékk á sig eitt frægasta mark fótboltasögunnar er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 13:45 Hans Tilkowski reynir að verja skot Geoff Hurst í úrslitaleik HM árið 1966. Boltinn fór í slána og niður. Línuvörðurinn dæmdi hann inni. Getty/Tony Triolo Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan. Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan.
Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira