Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 17:27 Vígið á Soleimani hefur vakið mikla reiði víða í Írak og Íran.Hér halda mótmælendur á mynd af honum. Vísir/Getty Mohsen Razaee, fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak, aðfaranótt föstudags. Þetta sagði Rezaee við minningarathöfn til heiðurs Soleimani, sem haldin var í Tehran, höfuðborg Írans, í dag. Hann hefur áður látið í veðri vaka að ísraelsk stjórnvöld hafi lekið upplýsingum um staðsetningu Soleimani til Bandaríkjanna. Ísrael og Bandaríkin eru bandamenn. Drápið á Soleimani hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en fyrr í dag var greint frá því að írakska þyngið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi landið sem fyrst. Þá var flugskeytum skotið inn á svokallað „grænt svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Á svæðinu er að finna ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna. Eins hafa leiðtogar Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi dagsins í dag. Það er talið veita vísbendingu um að hefndaraðgerðir séu í vændum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vara Írani við því að aðhafast nokkuð í hefndarskyni. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í gær sagði hann að Bandaríkin myndu aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Mohsen Razaee, fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak, aðfaranótt föstudags. Þetta sagði Rezaee við minningarathöfn til heiðurs Soleimani, sem haldin var í Tehran, höfuðborg Írans, í dag. Hann hefur áður látið í veðri vaka að ísraelsk stjórnvöld hafi lekið upplýsingum um staðsetningu Soleimani til Bandaríkjanna. Ísrael og Bandaríkin eru bandamenn. Drápið á Soleimani hefur valdið mikilli ólgu bæði í Íran og Írak, en fyrr í dag var greint frá því að írakska þyngið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi landið sem fyrst. Þá var flugskeytum skotið inn á svokallað „grænt svæði“ í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Á svæðinu er að finna ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð, meðal annars sendiráð Bandaríkjanna. Eins hafa leiðtogar Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi dagsins í dag. Það er talið veita vísbendingu um að hefndaraðgerðir séu í vændum. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vara Írani við því að aðhafast nokkuð í hefndarskyni. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í gær sagði hann að Bandaríkin myndu aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt.
Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Segir ekki miklar líkur á stórfelldum hernaðaraðgerðum eftir dauða Solemani Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaher hafa fimmtíu og tvö skotmörk í sigtinu í Íran ef stjórnvöld þar láti verða af hótunum sínum um að hefna dauða Qasim Solemani. 5. janúar 2020 15:30
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39