Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli í hálfleik er Burnley vann 4-2 sigur á Peterborough í þriðju umferð enska bikarsins í knattspyrnu.
Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti eftir leikinn að Jóhann Berg hafi farið af velli vegna meiðsla aftan í læri.
SD confirms JBG was withdrawn at half time with a hamstring injury
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 4, 2020
Þetta eru slæm tíðindi því Jóhann Berg hafði nýlega jafnað sig af meiðslum aftan í læri en þá var hann á meiðslalistanum í tíu vikur.
Ekki er vitað hversu Jóhann Berg verður lengi frá í þetta skiptið en í mars bíða umspilsleikir hjá íslenska landsliðinu um sæti á EM 2020.
Jóhann Berg var ekki eini leikmaður Burnley sem fór af velli vegna tognunar aftan í læri en líkur eru á að Chris Wood, framherji liðsins, hafi einnig tognað.