Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 07:15 Kort Veðurstofunnar sýnir viðvaranirnar sem eru í gildi víðast hvar á landinu í dag. Skjáskot Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56
Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16