Lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2020 14:06 Gunnar Örn. Annað árið í röð er lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær en þar er verið að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi. Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira