Snákabitið segist vera feiminn og var næstum hættur fyrir fimm árum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2020 09:00 Snakebite og Van Gerwen. vísir/epa Heimsmeistarinn í pílukasti, hinn skrautlegi Peter „Snakebite“ Wright, segist í raun vera mjög feiminn. Hann var annálaður silfurmaður þar til hann tók þann stóra á nýársdag. Einhverjir hefðu kannski tekið tvær pintur á gamlárskvöld en Wright var sofnaður klukkan 19.30. Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Michael van Gerwen gekk fyrir öllu. Wright er 49 ára gamall og elsti maðurinn til þess að vinna heimsmeistaratignina í fyrsta sinn. Skotinn skrautlegi hafði alls komist ellefu sinnum í úrslit á stórmóti en tapað tíu sinnum. Það voru því eðlilega margir sem efuðust um silfurmanninn fyrir þennan úrslitaleik en hann var með allt upp á tíu. „Ég ætlaði reyndar að hætta árið 2014. Ef ég myndi ekki ná mér vel í gang þá var ég hættur. En ég komst í úrslit og í annað sætið á heimslistanum,“ sagði Wright. Útlit heimsmeistarans er ansi skrautlegt í keppnum. Hann er með hanakamb og svo er málaður á hann snákur fyrir alla leiki. Það gerir eiginkona hans, Jo, en hún er hárgreiðslukona. „Hárgreiðslan gefur mér sjálfstraust því ég er mjög feiminn einstaklingur þegar ég er ekki að keppa. Það sem fólk sér á sviðinu er karakterinn Snákabitið.“ Pílukast Tengdar fréttir „Snakebite“ kláraði Van Gerwen og er heimsmeistari í fyrsta sinn Peter Wright, betur þekktur sem Snakebite, er heimsmeistari í pílukasti eftir sigur gegn ríkjandi heimsmeistara, Michael van Gerwen, 7-3 í úrslitaleiknum í Alexandra Palace í kvöld. 1. janúar 2020 21:09 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Heimsmeistarinn í pílukasti, hinn skrautlegi Peter „Snakebite“ Wright, segist í raun vera mjög feiminn. Hann var annálaður silfurmaður þar til hann tók þann stóra á nýársdag. Einhverjir hefðu kannski tekið tvær pintur á gamlárskvöld en Wright var sofnaður klukkan 19.30. Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Michael van Gerwen gekk fyrir öllu. Wright er 49 ára gamall og elsti maðurinn til þess að vinna heimsmeistaratignina í fyrsta sinn. Skotinn skrautlegi hafði alls komist ellefu sinnum í úrslit á stórmóti en tapað tíu sinnum. Það voru því eðlilega margir sem efuðust um silfurmanninn fyrir þennan úrslitaleik en hann var með allt upp á tíu. „Ég ætlaði reyndar að hætta árið 2014. Ef ég myndi ekki ná mér vel í gang þá var ég hættur. En ég komst í úrslit og í annað sætið á heimslistanum,“ sagði Wright. Útlit heimsmeistarans er ansi skrautlegt í keppnum. Hann er með hanakamb og svo er málaður á hann snákur fyrir alla leiki. Það gerir eiginkona hans, Jo, en hún er hárgreiðslukona. „Hárgreiðslan gefur mér sjálfstraust því ég er mjög feiminn einstaklingur þegar ég er ekki að keppa. Það sem fólk sér á sviðinu er karakterinn Snákabitið.“
Pílukast Tengdar fréttir „Snakebite“ kláraði Van Gerwen og er heimsmeistari í fyrsta sinn Peter Wright, betur þekktur sem Snakebite, er heimsmeistari í pílukasti eftir sigur gegn ríkjandi heimsmeistara, Michael van Gerwen, 7-3 í úrslitaleiknum í Alexandra Palace í kvöld. 1. janúar 2020 21:09 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Snakebite“ kláraði Van Gerwen og er heimsmeistari í fyrsta sinn Peter Wright, betur þekktur sem Snakebite, er heimsmeistari í pílukasti eftir sigur gegn ríkjandi heimsmeistara, Michael van Gerwen, 7-3 í úrslitaleiknum í Alexandra Palace í kvöld. 1. janúar 2020 21:09