Stjórnarmenn KR mættu með bikarinn í veiðiferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2020 14:30 Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði KR, lyftir Íslandsmeistarabikarnum sem hefur átt lögheimili í DHL-höllinni síðan 2014. vísir/daníel KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
KR varð Íslandsmeistari karla í körfubolta í sjötta sinn í röð á síðasta tímabili. Ekkert annað lið hefur afrekað það í íslenskri körfuboltasögu. Í annál um íslenska körfuboltaárið 2019, sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs, var rætt um afrek KR og það sigurumhverfi sem búið er að skapa vestur í bæ. „Ég held að það sé bara fólk sem er inni í körfuboltahreyfingunni sem gerir sér grein fyrir hvers konar afrek þetta er. Þetta er fáránlegt. Það sem allir aðrir leggja á sig til að reyna að velta þeim af toppnum er svo magnað,“ sagði Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds. „Persónulega hlakka ég mjög til þegar KR dettur út og þetta brjálæði endar. Þetta er ekkert venjulegt afrek.“ Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi, þegar að í fyllingu tímans geri fólk sér grein fyrir hversu stórt og mikið afrek KR-inga sé. „Við metum þetta ekki eins mikið núna. Það er eðlilegt. Það gerist alltaf með árunum að goðsögnin verður til. Að vinna sex titla í röð í nútímabolta, ég held að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þetta er í síðasta skipti sem við sjáum eitthvað svona,“ sagði Kristinn. Teitur segir að umgjörðin hjá KR sé fyrsta flokks og metnaðurinn mikill. „Stjórnin hefur búið til umgjörð þar sem mönnum líður greinilega vel og það skiptir miklu máli. Kannski mættu önnur lið taka sér það til fyrirmyndar. Þeir eru ofboðslega stoltir og eru með flottan kjarna af stuðningsmönnum,“ sagði Teitur sem sagði svo skemmtilega sögu. „Ég þekki stjórnarmenn í KR mjög vel. Hef lent í að vera með þeim í veiðiferð þar sem þeir mættu með Íslandsmeistarabikarinn. Það er partur af því hvað ég hlakka til að sjá KR tapa.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Stórveldið KR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Eins og að fara á Michelin-stað, kokkurinn er lasinn og það er einhver í starfskynningu í staðinn“ Oddaleikur KR og ÍR og meiðsli Kevin Capers voru til umræðu í annál um körfuboltaárið 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs. 2. janúar 2020 13:30