Helgin gæti leitt í ljós hvort Vera sé uppruni draugahljóðsins dularfulla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2020 19:33 Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“ Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“
Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira