Er nóg ekki nóg? Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 20. janúar 2020 10:00 Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á árum áður voru það karlarnir sem voru ráðandi á vinnumarkaði á meðan konur sáu um börnin og önnuðust heimilisverkin. Konur gerðu fátt sem ógnaði stöðu karlmanna og svo virtist sem þetta fyrirkomulag væri nokkurs konar lögmál sem ekki yrði breytt. Það tíðkaðist ekki að konur veldu að ganga menntaveginn enda áttu þær ekkert erindi þann veg, þar sem það lá ekki fyrir að það nýttist þeim svo nokkru næmi.Með tilkomu kvenskörungsins Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem árið 1907 stofnaði fyrsta kvenfélagið á Íslandi, byrjuðu konur að gera sig markvisst gildandi í samfélaginu, m.a. með þátttöku í stjórnmálum og á vinnumarkaði.Framan af voru stjórnunarstörf nær alfarið í höndum karlmanna og nærtækasta skýringin jafnan sú að þeir hefðu meiri menntun og reynslu til að sinna þeim störfum en konur.Það reyndist konum erfitt að skáka körlum í reynsluhlutanum, því á meðan þeir sátu einir að stjórnendastöðunum var erfitt fyrir konur að afla sér reynslu á því sviði.Þær sáu sér leik á borði í að sækja sér aukna menntun í því skyni að fjölga tækifærum á vinnumarkaði. Á síðari árum hefur mikill meirihluti háskólastúdenta verið konur, en eftir að hafa sótt sér grunnmenntun á háskólastigi hefur reynst mörgum konum þrándur í götu að fá aðgengi að stjórnunarstörfum þrátt fyrir menntunina – og jafnvel reynsluna. Hvorugt hefur verið nóg. Menntun og meiri menntun Í kjölfarið hafa konur haldið áfram að bæta við menntun sína og sótt sér framhaldsmenntun á háskólastigi og farið út á vinnumarkaðinn í leit að betri tækifærum. En oft á tíðum hefur framhaldsmenntun heldur ekki verið nóg. Það er því ekki óalgengt að hitta efnilegar konur sem eru jafnvel bæði með meistaragráðu, MBA gráðu og eina til tvær diplomur að auki.Þrátt fyrir að menntunarstig kvenna sé almennt orðið mun hærra en karlmanna er það ekki nóg. Konur neyðast þannig til að sætta sig við störf sem gera mun minni kröfur til þeirra en þekking þeirra leyfir í von um að eftir að hafa aflað sér nægilegrar reynslu á vinnumarkaði muni tækifærin birtast og þær muni keppa á málefnalegum jafnréttisgrundvelli við hitt kynið.En það dugar ekki til. Þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstöður virðist sem mælikvarðar fyrir þekkingu og reynslu séu einhver önnur þekking en fæst með háskólanáminu og reynslan önnur en sú reynsla sem mögulegt er að afla sér á almennum vinnumarkaði.Við höfum allt of mörg dæmi úr íslenskum veruleika sem sanna að nóg er ekki nóg. Er ekki mál að linni? Verum breytingin og veljum á málefnalegum jafnréttisgrundvelli í stjórnunarstöður. Það er atvinnulífinu til heilla og framfara.Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun