Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2020 00:31 Frá Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar verið var að hífa bílinn upp. vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar Í kvöld opnuðu prestar í Hafnarfirði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í gærkvöldi. Rauði krossinn á Íslandi kom til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. Þorkell Ingi Ingimarsson var í þeim hópi og sagði í samtali við fréttastofu að þeirri aðstoð væri lokið í nótt. Þau ungmenni sem mættu hafi verið, í framhaldinu, vísað í faðm foreldra en ákvörðun um eftirfylgni yrði tekin á morgun. Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Þrír voru í bílnum, allt ungt fólk samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og voru þeir fluttir á slysadeild fyrr í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Tilkynning um slysið barst laust eftir klukkan níu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig bíllinn hafnaði í höfninni en í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér um klukkan hálf ellefu segir að um sé að ræða „mjög alvarlegt slys“. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur verið að störfum við höfnina í kvöld. Þá voru fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar kallaðir út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og voru enn að störfum klukkan tíu. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra voru einnig á vettvangi. Höfninni var lokað á ellefta tímanum og þá var einnig gefið út að viðbragðsaðilar hygðust brátt hefjast handa við að hífa bílinn upp úr sjónum. Nokkur bið varð þó á því en bíllinn var ekki dreginn upp úr höfninni fyrr en laust eftir miðnætti. Hafnarfjörður Lögreglumál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í kvöld opnuðu prestar í Hafnarfirði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í gærkvöldi. Rauði krossinn á Íslandi kom til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. Þorkell Ingi Ingimarsson var í þeim hópi og sagði í samtali við fréttastofu að þeirri aðstoð væri lokið í nótt. Þau ungmenni sem mættu hafi verið, í framhaldinu, vísað í faðm foreldra en ákvörðun um eftirfylgni yrði tekin á morgun. Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Þrír voru í bílnum, allt ungt fólk samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og voru þeir fluttir á slysadeild fyrr í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Tilkynning um slysið barst laust eftir klukkan níu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig bíllinn hafnaði í höfninni en í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér um klukkan hálf ellefu segir að um sé að ræða „mjög alvarlegt slys“. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur verið að störfum við höfnina í kvöld. Þá voru fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar kallaðir út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og voru enn að störfum klukkan tíu. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra voru einnig á vettvangi. Höfninni var lokað á ellefta tímanum og þá var einnig gefið út að viðbragðsaðilar hygðust brátt hefjast handa við að hífa bílinn upp úr sjónum. Nokkur bið varð þó á því en bíllinn var ekki dreginn upp úr höfninni fyrr en laust eftir miðnætti.
Hafnarfjörður Lögreglumál Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31