Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:45 Leikskólabörn í bæjarferð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í vetur. Nú sem oft áður eru málefni leikskólans til umræðu vegna áforma um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar. vísir/vilhelm Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira