Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. janúar 2020 11:45 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. Vísir/Vilhelm Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01