150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. janúar 2020 18:01 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19