„Fólk er eðlilega í sjokki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. janúar 2020 20:32 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44
Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09