„Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 21:00 Eiríkur Finnur Greipsson er Flateyringur í húð og hár þótt hann hafi flutt suður fyrir nokkrum árum. Vísir/Friðrik Þór Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. Einn þeirra er Eiríkur Finnur Greipsson sem er fæddur á Flateyri árið 1953 en í Íslandi í dag rifjaði Eiríkur upp örlagaríka atburði í kjölfar snjóflóðanna árið 1995. Hann segir fréttirnar af snjóflóðunum á Flateyri og á Suðureyri gærkvöldi hafa rifjað upp gamlar og erfiðar minningar. „Ég var lagstur til hvílu og þá hringdi síminn og þá er þetta nú bara eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995. Tilfinningaflóðið kom allt, maður fór bara að gráta og það var mjög erfitt,“ segir Eiríkur Finnur. Hann hefur skrásett endurminningar sínar og safnað myndum frá atburðunum sem greyptir eru í minni Vestfirðinga og þjóðarinnar allrar. Hann var búsettur á Flateyri nær óslitið þar til hann flutti suður árið 2013 ásamt eiginkonu sinni en þau eiga þrjá syni. Eiríkur er Vestfirðingur í húð og hár, var mjög virkur í samfélaginu fyrir vestan á meðan hann bjó þar, tók virkan þátt félagsmálum og pólitík og sat meðal annars í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og var formaður bæjarráðs. Ekkert grín þegar snjórinn þjappast inn í eitt herbergi Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr í flóðunum í gær og segir deginum ljósara að gerð snjóflóðavarnagarðanna hafi borgað sig. „Mannvirkin sem þarna eru sem voru nú umdeild á sínum tíma þegar þau voru byggð þau hafa staðið sig núna í mörg ár mjög vel. Það er að vísu náttúrlega mjög dapurt að það skuli hafa fallið á eitt hús þarna við utan verða garðana og sem betur fer þá bjargaðist nú stúlkan úr því flóði sem þar var. Hún hefur örugglega bara verið mjög heppin því að það sem gerist í svona er að snjór þjappast inn í eitt herbergi er meira en að segja það, snjórinn verður bara klakabunki,“ segir Eiríkur. Það þekkir hann af eigin reynslu síðan flóðið féll á heimili hans á Flateyri í október 1995. Atburðunum þá nótt sem flóðið féll á þorpið og dögunum þar á eftir mun hann aldrei gleyma. Hann var þá í almannavarnanefnd og var eini maðurinn í þeirri nefnd sem staddur var á Flateyri. Hann fór nokkuð rólegur í háttinn en nóttin fór heldur betur á annan hátt en hann hafði búist við þegar hann fór að sofa. Bárust 10-15 metra með flóðinu „Ég vaknaði við miklar drunur eins og nú er lýst, jörðin nötraði og skalf og þá fann ég bara á einu augabragði að þetta var snjóflóð,“ segir Eiríkur. Þakið rifnaði af húsinu og allt fylltist af snjó, nema eitt herbergi þar sem synir hans tveir sváfu. Annar þeirra komst út af sjálfsdáðum en hinn þurfti hjálp. Fljótlega voru þau hjónin farin að skjálfa og titra af kulda, en bæði lágu þau að hluta til í snjónum.„Við vorum orðin helköld enda bara í nærfötunum einum fata. Mér tókst að grípa utan um konuna mína og þá kom svona spýtnabrak og fleira,“ segir Eiríkur. Hann rétt slapp við að fá sjónvarp í höfuðið og svo fylltist allt af snjó. „Við dógumst eitthvað smávegis með kannski 10-15 metra með flóðinu og fórum nánast á kaf. Konan mín fór alveg á kaf.“Bæði Eiríkur Finnur, eiginkona hans Guðlaug Auðunsdóttir og synir þeirra tveir sem voru heima hafi sloppið á lífi. Ekki hafi allir verið svo heppnir en alls létust tuttugu í snjóflóðinu sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. „Ömurlegheitin voru allt í kringum okkur. Fréttirnar um látna vini og ættingja hrönnuðust upp í kjölfarið og það er nánast ekki hægt að tala um það nema bara að fara að gráta.“ Var ragur við að þiggja áfallahjálp Maðurinn sem bjargaði Eiríki Finni og fjölskyldu hans út heitir Einar Guðbjartsson. Hann er ennþá búsettur á Flateyri og varð fyrir miklu tjóni í snjóflóðunum í gærkvöldi þegar bátur hans í höfninni skemmdist mikið. Honum og öðrum viðbragðsaðilum kann Eiríkur Finnur miklar þakkir. Hann segir að í fyrstu hafi verið afar erfitt að vinna úr lífsreynslunni. Til að byrja með hafi hann ekki viljað þiggja áfallahjálp. Hann sér ekki eftir því að hafa fyrir rest þegið hjálpina og hvetur alla þá sem lenda í áföllum til að gera slíkt hið sama. Hann segir erfitt núna að fylgjast með fréttum af svæðinu úr fjarska. Hann finni fyrir vanmætti og það sama eigi við um aðra brottflutta Önfirðinga en boðað hefur verið til samverustundar í Lindarkirkju klukkan fimm á morgun. Eiríkur segir allt björgunarfólk, bæði þá og nú, hafa unnið þrekvirki. Eiríkur hvetur alla þá sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðanna í gærkvöldi til að standa saman. Svona atburðir geti verið virkilega erfiðir, jafnvel þótt engin alvarleg slys hafi orðið. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 „Fólk er eðlilega í sjokki“ Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. 15. janúar 2020 20:32 Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjörg, stýrði leitinni að fjórtán ára stúlku á Flateyri sem grófst undir snjóflóð. Hann segir tilfinningarnar hafa borið björgunarmenn ofurliði þegar stúlkan fannst á lífi. 15. janúar 2020 20:15 „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. 15. janúar 2020 20:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. Einn þeirra er Eiríkur Finnur Greipsson sem er fæddur á Flateyri árið 1953 en í Íslandi í dag rifjaði Eiríkur upp örlagaríka atburði í kjölfar snjóflóðanna árið 1995. Hann segir fréttirnar af snjóflóðunum á Flateyri og á Suðureyri gærkvöldi hafa rifjað upp gamlar og erfiðar minningar. „Ég var lagstur til hvílu og þá hringdi síminn og þá er þetta nú bara eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995. Tilfinningaflóðið kom allt, maður fór bara að gráta og það var mjög erfitt,“ segir Eiríkur Finnur. Hann hefur skrásett endurminningar sínar og safnað myndum frá atburðunum sem greyptir eru í minni Vestfirðinga og þjóðarinnar allrar. Hann var búsettur á Flateyri nær óslitið þar til hann flutti suður árið 2013 ásamt eiginkonu sinni en þau eiga þrjá syni. Eiríkur er Vestfirðingur í húð og hár, var mjög virkur í samfélaginu fyrir vestan á meðan hann bjó þar, tók virkan þátt félagsmálum og pólitík og sat meðal annars í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og var formaður bæjarráðs. Ekkert grín þegar snjórinn þjappast inn í eitt herbergi Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr í flóðunum í gær og segir deginum ljósara að gerð snjóflóðavarnagarðanna hafi borgað sig. „Mannvirkin sem þarna eru sem voru nú umdeild á sínum tíma þegar þau voru byggð þau hafa staðið sig núna í mörg ár mjög vel. Það er að vísu náttúrlega mjög dapurt að það skuli hafa fallið á eitt hús þarna við utan verða garðana og sem betur fer þá bjargaðist nú stúlkan úr því flóði sem þar var. Hún hefur örugglega bara verið mjög heppin því að það sem gerist í svona er að snjór þjappast inn í eitt herbergi er meira en að segja það, snjórinn verður bara klakabunki,“ segir Eiríkur. Það þekkir hann af eigin reynslu síðan flóðið féll á heimili hans á Flateyri í október 1995. Atburðunum þá nótt sem flóðið féll á þorpið og dögunum þar á eftir mun hann aldrei gleyma. Hann var þá í almannavarnanefnd og var eini maðurinn í þeirri nefnd sem staddur var á Flateyri. Hann fór nokkuð rólegur í háttinn en nóttin fór heldur betur á annan hátt en hann hafði búist við þegar hann fór að sofa. Bárust 10-15 metra með flóðinu „Ég vaknaði við miklar drunur eins og nú er lýst, jörðin nötraði og skalf og þá fann ég bara á einu augabragði að þetta var snjóflóð,“ segir Eiríkur. Þakið rifnaði af húsinu og allt fylltist af snjó, nema eitt herbergi þar sem synir hans tveir sváfu. Annar þeirra komst út af sjálfsdáðum en hinn þurfti hjálp. Fljótlega voru þau hjónin farin að skjálfa og titra af kulda, en bæði lágu þau að hluta til í snjónum.„Við vorum orðin helköld enda bara í nærfötunum einum fata. Mér tókst að grípa utan um konuna mína og þá kom svona spýtnabrak og fleira,“ segir Eiríkur. Hann rétt slapp við að fá sjónvarp í höfuðið og svo fylltist allt af snjó. „Við dógumst eitthvað smávegis með kannski 10-15 metra með flóðinu og fórum nánast á kaf. Konan mín fór alveg á kaf.“Bæði Eiríkur Finnur, eiginkona hans Guðlaug Auðunsdóttir og synir þeirra tveir sem voru heima hafi sloppið á lífi. Ekki hafi allir verið svo heppnir en alls létust tuttugu í snjóflóðinu sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. „Ömurlegheitin voru allt í kringum okkur. Fréttirnar um látna vini og ættingja hrönnuðust upp í kjölfarið og það er nánast ekki hægt að tala um það nema bara að fara að gráta.“ Var ragur við að þiggja áfallahjálp Maðurinn sem bjargaði Eiríki Finni og fjölskyldu hans út heitir Einar Guðbjartsson. Hann er ennþá búsettur á Flateyri og varð fyrir miklu tjóni í snjóflóðunum í gærkvöldi þegar bátur hans í höfninni skemmdist mikið. Honum og öðrum viðbragðsaðilum kann Eiríkur Finnur miklar þakkir. Hann segir að í fyrstu hafi verið afar erfitt að vinna úr lífsreynslunni. Til að byrja með hafi hann ekki viljað þiggja áfallahjálp. Hann sér ekki eftir því að hafa fyrir rest þegið hjálpina og hvetur alla þá sem lenda í áföllum til að gera slíkt hið sama. Hann segir erfitt núna að fylgjast með fréttum af svæðinu úr fjarska. Hann finni fyrir vanmætti og það sama eigi við um aðra brottflutta Önfirðinga en boðað hefur verið til samverustundar í Lindarkirkju klukkan fimm á morgun. Eiríkur segir allt björgunarfólk, bæði þá og nú, hafa unnið þrekvirki. Eiríkur hvetur alla þá sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðanna í gærkvöldi til að standa saman. Svona atburðir geti verið virkilega erfiðir, jafnvel þótt engin alvarleg slys hafi orðið.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49 „Fólk er eðlilega í sjokki“ Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. 15. janúar 2020 20:32 Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjörg, stýrði leitinni að fjórtán ára stúlku á Flateyri sem grófst undir snjóflóð. Hann segir tilfinningarnar hafa borið björgunarmenn ofurliði þegar stúlkan fannst á lífi. 15. janúar 2020 20:15 „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. 15. janúar 2020 20:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. 15. janúar 2020 18:49
„Fólk er eðlilega í sjokki“ Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. 15. janúar 2020 20:32
Björgunarsveitarmenn á Flateyri: „Aldrei verið jafn ánægðir að heyra stelpu gráta“ Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjörg, stýrði leitinni að fjórtán ára stúlku á Flateyri sem grófst undir snjóflóð. Hann segir tilfinningarnar hafa borið björgunarmenn ofurliði þegar stúlkan fannst á lífi. 15. janúar 2020 20:15
„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30
Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09
Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. 15. janúar 2020 20:30