Jóhannes Þór gefur lítið fyrir lobbíistatal Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 14:48 Jóhannes Þór segir fundinn fullkomlega eðlilegan hluta samskipta Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegur. visir/vilhelm „Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
„Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46