Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Móðir ungs drengs sem er langveikur gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld fyrir úrræðaleysi. Þau hafa leitað lausna í níu ár, án árangurs, en færsla sem móðirin skrifaði á Facebook í gær virðist hafa vakið athygli heilbrigðisyfirvalda. Við hittum mæðginin í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um enn eina lægðina sem nú gengur yfir landið en hættustig er enn í gildi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum norðanverðum Vestfjörðum.

Tölvuþrjótar sem stálu Instagram-reikningi og stöðuvatn sem hefur breyst í sjávarlón eru líka á meðal umfjöllunarefna okkar, að ógleymdri skjaldbökunni Diego sem hefur leikið lykilhlutverk í að bjarga tegund sinni frá útrýmingu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×