Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 10:43 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í íþróttahúsinu að Sunnubraut. Vísir/Friðrik Icelandair þurfti að útvega á annað þúsund farþegum sínum gistingu nótt vegna röskunar á flugumferð á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs. Ekki var hægt að koma öllum á hótel og því var gripið til þess ráðs að setja að koma þeim fyrir í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík. Þar hafði Rauði krossinn í Reykjanesbæ sett upp fjöldahjálparmiðstöð fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni á leiðinni til Keflavíkurflugvallar. Einn þeirra sem var einstaklega ánægður með fjöldahjálparmiðstöðina var Belginn Raymond Peutz. Hann átti að fara með Icelandair til Seattle í Bandaríkjunum. „Við þurftum að bíða í þrjá tíma í flugvélinni á flughlaðinu. Það var rólegt í vélinni. Þetta var mjög vel skipulagt og eflaust verið erfitt fyrir flugliðana og flugmennina að takast á við þetta,“ sagði Raymond. „Þetta er ný upplifun en það er gott skipulag á þessu og við lifum þetta af. Þetta er eitthvað sem gleymist ekki,“ sagði Raymond. Hann nefndi þó að upplýsingaflæðið hefði mátt vera betra hjá Icelandair. „Ég geri mér grein fyrir því að öll fyrirtæki sem lenda í þessu eiga í erfiðleikum með að koma upplýsingum á framfæri á skjótan hátt. Icelandair veitti ekki miklar upplýsingar um tíma en kannski vegna þess að þau vissu ekki sjálf við hverju mátti búast,“ sagði Raymond. Mikil óreiða á flugvellinum Laurie Colson var með í sama flugi og Raymond með Icelandair frá Belgíu til Íslands. Hún var á leið heim til Seattle þegar hún varð strandaglópur vegna veðurs hér á landi. Með því fyrsta sem Laurie nefndi er samtakamátturinn í Reykjanesbæ sem gat sett upp athvarf fyrir farþegana á svo skömmum tíma. Hún sagði veðurspá gera ráð fyrir snjókomu og leiðindum þegar hún kemur heim til Seattle en ekkert sem væri í líkingu við það sem hún hefði séð hér á Íslandi. „Ef við fáum fimm sentímetra snjódýpt þá fer borgin á hliðina,“ sagði Laurie. Hún sagði mikla óreiðu hafa verið á flugvellinum þegar þeim var loksins hleypt frá borði. „Og það vantaði upp á upplýsingagjöfina. Það vantaði að láta okkur vita hvert við áttum að fara, hvað við áttum að gera og hvað væri að gerast. Okkur var haldið á einum stað án þess að okkur væri sagt af hverju.“ „Erfitt að fá upplýsingar“ Sofie Vincent Nielsen var á leið frá Kaupmannahöfn til Seattle með Icelandair. Daninn sagði það hafa verið pirrandi aðstæður að vera föst í flugvélinni tímum saman en um leið og farþegarnir hefðu áttað sig á því að lítið væri hægt að gera í því þá slökuðu þeir á. Á flugvellinum hafi hins vegar verið mikil óreiða. „Það var erfitt að fá upplýsingar. Það var óþægilegt að vita ekki hvert maður á að fara og hvað er að fara að gerast.“ „Þessi fjöldahjálparmiðstöð kom hins vegar skemmtilega á óvart. Þetta er miklu betra en við áttum von á þegar við yfirgáfum flugvöllinn.“ Ekki hægt að biðja um mikið meira Leanne Jagger var á ferð frá Bretalandi til Chicago þegar veðrið sagði hingað og ekki lengra. „Það er eins og það er. Það voru allir að reyna að vera jákvæðir. Starfsfólkið var ótrúlegt, þau höfðu flogið til Englands fyrst. Þau réttu okkur mat og vatn. Miðað við aðstæðurnar var þetta eins gott og hægt gat orðið,“ sagði Jagger. Hún bjóst við meiri óreiðu þegar hún komst loksins inn í flugstöðina. „En allir voru frekar rólegir.“ Jagger var yfir sig hrifin af athvarfinu í íþróttahúsinu að Sunnubraut. „Mér finnst mikið til þess koma að þau náðu að setja þessa aðstöðu upp á svo skömmum tíma og bjóða öllum mat. Það biðu okkar pizzur þegar við komum. Meira að segja vegan pizzur. Og það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ sagði Jagger sem var ekki óánægð að missa nokkra daga af fríi sínu í Bandaríkjunum. „Við missum af nokkrum dögum. En okkur er hlýtt, við erum þurr, höfum mat og rúm. Icelandair og Rauði krossinn eru ótrúleg. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Stærsta neyðaraðstaða sem sett hefur verið upp í Reykjanesbæ Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum segir útkall hafa borist klukkan níu í gærkvöldi. Það hafi verið óljóst í fyrstu en svo kom í ljós að finna þurfti skjól fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni. „Það fólk kom upp úr tíu og var til tólf. Síðan fáum við þær upplýsingar að fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni.“ Ekki var hægt að útvega öllum hótelgistingu og því hafi verið leitað til Rauða krossins. „Þetta er með því stærra sem við höfum ráðist í varðandi neyðaraðstöðu. Þetta hefur unnist í góðri samvinnu milli Rauða krossins og björgunarsveitanna og flugþjónustuaðilarnir uppi á velli hafa verið öflugir.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Icelandair þurfti að útvega á annað þúsund farþegum sínum gistingu nótt vegna röskunar á flugumferð á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs. Ekki var hægt að koma öllum á hótel og því var gripið til þess ráðs að setja að koma þeim fyrir í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík. Þar hafði Rauði krossinn í Reykjanesbæ sett upp fjöldahjálparmiðstöð fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni á leiðinni til Keflavíkurflugvallar. Einn þeirra sem var einstaklega ánægður með fjöldahjálparmiðstöðina var Belginn Raymond Peutz. Hann átti að fara með Icelandair til Seattle í Bandaríkjunum. „Við þurftum að bíða í þrjá tíma í flugvélinni á flughlaðinu. Það var rólegt í vélinni. Þetta var mjög vel skipulagt og eflaust verið erfitt fyrir flugliðana og flugmennina að takast á við þetta,“ sagði Raymond. „Þetta er ný upplifun en það er gott skipulag á þessu og við lifum þetta af. Þetta er eitthvað sem gleymist ekki,“ sagði Raymond. Hann nefndi þó að upplýsingaflæðið hefði mátt vera betra hjá Icelandair. „Ég geri mér grein fyrir því að öll fyrirtæki sem lenda í þessu eiga í erfiðleikum með að koma upplýsingum á framfæri á skjótan hátt. Icelandair veitti ekki miklar upplýsingar um tíma en kannski vegna þess að þau vissu ekki sjálf við hverju mátti búast,“ sagði Raymond. Mikil óreiða á flugvellinum Laurie Colson var með í sama flugi og Raymond með Icelandair frá Belgíu til Íslands. Hún var á leið heim til Seattle þegar hún varð strandaglópur vegna veðurs hér á landi. Með því fyrsta sem Laurie nefndi er samtakamátturinn í Reykjanesbæ sem gat sett upp athvarf fyrir farþegana á svo skömmum tíma. Hún sagði veðurspá gera ráð fyrir snjókomu og leiðindum þegar hún kemur heim til Seattle en ekkert sem væri í líkingu við það sem hún hefði séð hér á Íslandi. „Ef við fáum fimm sentímetra snjódýpt þá fer borgin á hliðina,“ sagði Laurie. Hún sagði mikla óreiðu hafa verið á flugvellinum þegar þeim var loksins hleypt frá borði. „Og það vantaði upp á upplýsingagjöfina. Það vantaði að láta okkur vita hvert við áttum að fara, hvað við áttum að gera og hvað væri að gerast. Okkur var haldið á einum stað án þess að okkur væri sagt af hverju.“ „Erfitt að fá upplýsingar“ Sofie Vincent Nielsen var á leið frá Kaupmannahöfn til Seattle með Icelandair. Daninn sagði það hafa verið pirrandi aðstæður að vera föst í flugvélinni tímum saman en um leið og farþegarnir hefðu áttað sig á því að lítið væri hægt að gera í því þá slökuðu þeir á. Á flugvellinum hafi hins vegar verið mikil óreiða. „Það var erfitt að fá upplýsingar. Það var óþægilegt að vita ekki hvert maður á að fara og hvað er að fara að gerast.“ „Þessi fjöldahjálparmiðstöð kom hins vegar skemmtilega á óvart. Þetta er miklu betra en við áttum von á þegar við yfirgáfum flugvöllinn.“ Ekki hægt að biðja um mikið meira Leanne Jagger var á ferð frá Bretalandi til Chicago þegar veðrið sagði hingað og ekki lengra. „Það er eins og það er. Það voru allir að reyna að vera jákvæðir. Starfsfólkið var ótrúlegt, þau höfðu flogið til Englands fyrst. Þau réttu okkur mat og vatn. Miðað við aðstæðurnar var þetta eins gott og hægt gat orðið,“ sagði Jagger. Hún bjóst við meiri óreiðu þegar hún komst loksins inn í flugstöðina. „En allir voru frekar rólegir.“ Jagger var yfir sig hrifin af athvarfinu í íþróttahúsinu að Sunnubraut. „Mér finnst mikið til þess koma að þau náðu að setja þessa aðstöðu upp á svo skömmum tíma og bjóða öllum mat. Það biðu okkar pizzur þegar við komum. Meira að segja vegan pizzur. Og það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ sagði Jagger sem var ekki óánægð að missa nokkra daga af fríi sínu í Bandaríkjunum. „Við missum af nokkrum dögum. En okkur er hlýtt, við erum þurr, höfum mat og rúm. Icelandair og Rauði krossinn eru ótrúleg. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Stærsta neyðaraðstaða sem sett hefur verið upp í Reykjanesbæ Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum segir útkall hafa borist klukkan níu í gærkvöldi. Það hafi verið óljóst í fyrstu en svo kom í ljós að finna þurfti skjól fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni. „Það fólk kom upp úr tíu og var til tólf. Síðan fáum við þær upplýsingar að fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni.“ Ekki var hægt að útvega öllum hótelgistingu og því hafi verið leitað til Rauða krossins. „Þetta er með því stærra sem við höfum ráðist í varðandi neyðaraðstöðu. Þetta hefur unnist í góðri samvinnu milli Rauða krossins og björgunarsveitanna og flugþjónustuaðilarnir uppi á velli hafa verið öflugir.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira