Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við með fréttir dagsins af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um landamæratakmarkanir og viðbrögð frá ferðaþjónustunni sem líst illa á að setja alla ferðalanga í tvöfalda sýnatöku á landamærunum.

Við segjum frá yfirvofandi hlaupi í Grímsvötnum, en jarðvísindamenn fylgjast nú með því hvort eldgos kunni að vera í kortunum. Það gæti valdið töluverðum usla.

Fleiri lönd eru að setja upp girðingar á landamærunum en Ísland og fjölmargir Bretar reyna nú að drífa sig heim úr sumarfríi, meðal annars frá Frakklandi, áður en nýjar ferðatakmarkanir taka gildi.

Við fjöllum um það mál og sömuleiðis beinum við sjónum okkar til Hvíta-Rússlands, þar sem á sjöunda þúsund manns hafa verið handtekin eftir kosningarnar um síðustu helgi.

Þetta og margt fleira verður í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×