Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2020 11:40 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vísir/Hanna Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu. Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira