Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 17:41 Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki. Kína Taívan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki.
Kína Taívan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira