Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 13:59 María er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og var í annarri rútu sem var í samfloti með þeirri sem valt í gær. Skjáskot/Facebook María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44