Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í A-landslið karla sem mætir El Salvador og Kanada í næstu viku.
Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp A landsliðs karla sem mætir El Salvador og Kanada í Bandaríkjunum.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2020
Samúel Kári Friðjónsson verður ekki með liðinu í leikjunum tveimur.#fyririslandhttps://t.co/F7BU88hrOY
Viðar Örn kemur inn í stað Samúels Kára Friðjónssonar sem verður ekki með í leikjunum tveimur en ekki kemur fram hvers vegna.
Í morgun kom svo fram að Viðar væri farinn frá Rubin Kazan en hann hafði verið þar á láni frá Rostov.
Upphaflegi samningurinn átti að gilda út tímabilið en nú er Viðar farinn frá félaginu.
Спасибо, парни!
— «Рубин» Казань (@fcrk) January 11, 2020
Видар Кьяртанссон и Виталий Денисов покидают нашу команду
ФК «Рубин» благодарит Виталия и Видара за время, проведенное в клубе, и желает успехов в дальнейшей карьере!
Подробнее: https://t.co/94JIfYAzGwpic.twitter.com/5OmMdKUPcc
Viðar ku vera eftirsóttur í Svíþjóð.