Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 11:31 Vilhjálmur Stefánsson segir störf viðbragðsaðila hafa gengið mjög vel. Aðsend Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44