Björn Bergmann Sigurðarson verður að öllum líkindum lánaður til kýpversku meistaranna í APOEL út tímabilið.
Íslendingavaktin greindi fyrst frá tíðindunum.
Björn er á mála hjá Rostov í Rússlandi en APOEL fær Björn líklega lánaðan út leiktíðina með möguleika á forkaupsrétti eftir tímabilið.
APOEL er meistari á Kýpur en er nú í þriðja sæti deildarinnar en þjálfari liðsins er Norðmaðurinn Kåre Ingebrigtsen sem hefur meðal annars þjálfað Rosenborg.
Η εταιρεία ΑΠΟΕΛ ΠΟΔΟΣΦΑΙΡΟ (ΔΗΜΟΣΙΑ) ΛΤΔ ενημερώνει ότι μετά από σχετική συμφωνία με την FC Rostov αναμένεται στην Κύπρο αύριο ο ποδοσφαιριστής Björn Sigurdarson έτσι ώστε να ολοκληρωθούν οι συζητήσεις για ενδεχόμενη συνεργασία. pic.twitter.com/i24qYOpETd
— APOEL FC (@apoelfcofficial) January 10, 2020
Í yfirlýsingu APOEL segir að Björn sé væntanlegur til Kýpur á morgun þar sem vonast sé til að gengið verði frá samningunum.
Kýpur verður sjötta landið sem Björn spilar í en áður hefur hann spilað á Íslandi, í Noregi, á Englandi, í Danmörku og í Rússlandi.