Fordæma ummæli Trumps um Harris Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 22:54 Kamala Harris er fædd í Bandaríkjunum og með bandarískan ríkisborgararétt. Drew Angerer/Getty Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að hann „hefði heyrt“ að Kamala Harris, sem er bandarískur ríkisborgari og er fædd í Bandaríkjunum, uppfyllti ekki skilyrði til þess að sinna varaforsetaembætti Bandaríkjanna. Vísaði Trump til lagaskýringar Johns Eastman, íhaldsams lagaprófessors, sem telur að Harris geti ekki talist bandarískur ríkisborgari þar sem faðir hennar var frá Jamaíku og móðir hennar frá Indlandi. Harris er þó fædd í Kaliforníuríki og þar með ríkisborgari, en öll sem fæðast innan yfirráðasvæðis Bandaríkjanna teljast til ríkisborgara samkvæmt stjórnarskrá, en í 14. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna segir: Allir þeir, sem fæddir eru í Bandaríkjunum eða öðlast hafa þegnréttindi þar, eru ríkisborgarar Bandaríkjanna og þess ríkis, þar sem þeir hafa heimilisfang sitt. Lagaskýring prófessorsins sem Trump vísar til snýr að því að Harris geti ekki talist ríkisborgari ef hvorugt foreldri hennar var með bandarískan ríkisborgararétt þegar hún fæddist. Sérfræðingar í bandarískum stjórnskipunarrétti hafa hins vegar hafnað þessari lagaskýringu. Árið 2010 sóttist Eastman eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til embættis ríkissaksóknara Kaliforníu. Hann laut þó í lægra haldi fyrir Steve Cooley, sem tapaði síðan kosningunum fyrir engri annarri en Kamölu Harris, sem var frambjóðandi Demókrata til embættisins. Trump dró um árabil í efa að Barack Obama væri fæddur í Bandaríkjunum.KEVIN DIETSCH/EPA Segja ummælin ógeðfelld og aumkunarverð Í yfirlýsingu frá framboðsteymi Biden, sem var varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama, segir að ummæli Trump, þar sem hann ýjar að því að Harris sé ekki ríkisborgari, séu „ógeðfelld“ og „aumkunarverð.“ Þá er vakin athygli á því að Trump fór fyrir herferð þar sem dregið var í efa að Obama hefði verið fæddur í Bandaríkjunum. „Donald Trump var á landsvísu leiðtogi hinnar skrípalegu fæðingarhyggju-hreyfingar (e. birtherism) gagnvart Obama forseta og hefur reynt að bera olíu á eld kynþáttahaturs og að rífa í sundur þjóð okkar á hverjum einasta degi sem hann hefur gegnt embætti forseta,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni framboðs Biden. Í yfirlýsingunni segir að það komi því lítið á óvart að Trump „geri sig að fífli með því að reyna að draga athygli almennings frá hræðilegum afleiðingum afleitra viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48 Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30 Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. 14. ágúst 2020 06:48
Hver er þessi Kamala? Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. 12. ágúst 2020 11:30
Kamala Harris varaforsetaefni Biden Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. 11. ágúst 2020 20:22