Var ósáttur með ökulag sextán ára drengs á vespu og réðst á hann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 07:39 Ráðist var á 16 ára dreng í gær. Vísir/vilhelm Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður bifreiðar var ósáttur við akstur sextán ára drengs á vespu. Ökumaðurinn ók utan í vespuna, fór út úr bifreiðinni og tók kveikjuláslykla úr vespunni, kastaði þeim í jörðina og sló drenginn í andlitið. Þá hafði lögregla eftirlit með veitinga- og samkomustöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var farið á um fimmtíu staði til að kanna hvernig sóttvarnaráðstöfunum væri háttað. Samkvæmt dagbók lögreglu voru margir staðir með sín mál alveg á hreinu og til fyrirmyndar. Nokkrir staðir fengu ráðleggingar um hvernig betur mætti fara. Þá voru nokkrir staðir með allt til fyrirmyndar innandyra en þurftu að ráðast í úrbætur á útisvæðum. Tveir staðir þurftu að gera úrbætur til að tryggja að hægt væri að framfylgja tveggja metra reglunni og voru úrbæturnar gerðar á meðan lögreglan var á staðnum. Afskipti voru höfð af konu í Kringlunni sem var grunuð um þjófnað á sjötta tímanum í gær. Við það fundust ætluð fíkniefni á konunni. Þá var tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki í Háaleitishverfinu á sjötta tímanum. Veski var stolið frá starfsmanni sem í voru peningar, matur, lyklar, skór og fatnaður. Málið er nú til rannsóknar. Ekið var á hjólreiðamann á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur á bráðadeild til læknisskoðunar. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti á tíunda tímanum og er tjónvaldur talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Nóttin og gærkvöldið var mjög annasamt hjá lögreglu. Sex voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var vistaður í fangageymslu vegna þess. Þá voru afskipti höfð af manni sem hafði tekið leigubíl úr Hafnarfirði í Breiðholt og neitað að greiða fyrir aksturinn. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður bifreiðar var ósáttur við akstur sextán ára drengs á vespu. Ökumaðurinn ók utan í vespuna, fór út úr bifreiðinni og tók kveikjuláslykla úr vespunni, kastaði þeim í jörðina og sló drenginn í andlitið. Þá hafði lögregla eftirlit með veitinga- og samkomustöðum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var farið á um fimmtíu staði til að kanna hvernig sóttvarnaráðstöfunum væri háttað. Samkvæmt dagbók lögreglu voru margir staðir með sín mál alveg á hreinu og til fyrirmyndar. Nokkrir staðir fengu ráðleggingar um hvernig betur mætti fara. Þá voru nokkrir staðir með allt til fyrirmyndar innandyra en þurftu að ráðast í úrbætur á útisvæðum. Tveir staðir þurftu að gera úrbætur til að tryggja að hægt væri að framfylgja tveggja metra reglunni og voru úrbæturnar gerðar á meðan lögreglan var á staðnum. Afskipti voru höfð af konu í Kringlunni sem var grunuð um þjófnað á sjötta tímanum í gær. Við það fundust ætluð fíkniefni á konunni. Þá var tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki í Háaleitishverfinu á sjötta tímanum. Veski var stolið frá starfsmanni sem í voru peningar, matur, lyklar, skór og fatnaður. Málið er nú til rannsóknar. Ekið var á hjólreiðamann á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur á bráðadeild til læknisskoðunar. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti á tíunda tímanum og er tjónvaldur talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Nóttin og gærkvöldið var mjög annasamt hjá lögreglu. Sex voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var vistaður í fangageymslu vegna þess. Þá voru afskipti höfð af manni sem hafði tekið leigubíl úr Hafnarfirði í Breiðholt og neitað að greiða fyrir aksturinn.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira