Hafnar friðaráætlun Trump: „Jerúsalem er ekki til sölu“ Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 10:19 Mahmoud Abbas segir ómögulegt fyrir Palestínumenn að samþykkja palestínskt ríki þar sem Jerúsalem yrði ekki höfuðborg. Getty Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Palestínumenn hafa hafnað nýrri friðaráætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Miðausturlönd og kallað hana „samsæri“. Áætlun Trump gerir ráð fyrir palestínsku ríki og að Palestínumenn viðurkenni fullveldi Ísraela á landnámsbyggðum á Vesturbakkanum. Jerúsalem yrði „óskipt“ höfuðborg Ísraela, en höfuðborg Palestínumanna myndi „innihalda svæði í Austur-Jerúsalem“ líkt og segir í áætluninni. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði Jerúsalem ekki vera til sölu, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áætlun Bandaríkjaforseta. „Réttindi okkar eru ekki til sölu og ekki hægt að semja um.“ Mögulega síðasti séns Palestínumanna Þúsundir Palestínumanna hafa mótmælt á Gasaströndinni eftir að Trump kynnti friðaráætlun sína í gær. Hefur ísraelskt herlið verið kallað út á Vesturbakkann til að styðja við bakið á lögreglu. Sjá einnig: Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Jared Kushner, tengdasonur Trump, leiddi vinnuna við smíði áætlunarinnar, sem ætlað var að leysa eina langvinnustu deilu alþjóðastjórnmála. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stóð við hlið Trump þar sem hann kynnti áætlunina og sagði Trump áætlunina mögulega vera síðasta tækifæri Palestínumanna til að öðlast sjálfstætt ríki. Ómögulegt að samþykkja Um 400 þúsund gyðingar búa nú í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og um 200 þúsund í austurhluta Jerúsalem. Byggðirnar eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum þó að Ísraelsmenn hafni því. Abbas sagði það vera ómögulegt fyrir alla Palestínumenn – araba, múslima og kristna – að samþykkja palestínskt ríki án þess að Jerúsalem yrði höfuðborg þess.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kallar eftir palestínsku ríki og viðurkenningu á landtökubyggðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti friðaráætlun sína varðandi Mið-Austurlönd fyrir skömmu. 28. janúar 2020 17:57