Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 18:02 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu. Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu.
Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira