Hugur Ármanns hjá vinabænum Wuhan Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 09:39 Ómar Stefánsson, Liam Peng og Gunnar I. Birgisson ásamt öðrum fulltrúm Kópavogs og Wuhan við undirritunina árið 2007. Kópavogsbær Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“ Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“
Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20