Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 08:30 Maður leggur blóm við veggmynd af Kobe Bryant til minningar um leikmanninn sem lést á sunnudag. vísir/epa Þyrla Kobe Bryant, eins besta körfuboltamanns sögunnar, sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. Flugmaðurinn fékk leyfið frá flugumferðarstjórn. Nokkrum mínútum síðar hrapaði þyrlan í fjallshlíð skammt fyrir utan borgina Calabasas, sem er vestur af Los Angeles, með þeim skelfilegu afleiðingum að allir um borð létust, þar á meðal Bryant og 13 ára dóttir hans, Gianna. Veðurskilyrði höfðu verið ágæt 55 mílum sunnar í Orange County, þaðan sem þyrlan hafði tekið á loft tæpri klukkustund áður. Skyggnið þar var til að mynda fjórar mílur. Bryant hafði oft farið með þyrlu þessa leið, það er frá heimili sínu á ströndinni til Camarillo-flugvallar sem er skammt frá körfuboltaakademíu hans norður af Los Angeles. Skilyrðin versnuðu hins vegar til muna þegar leið á flugið. Þokan var orðin svo mikil að það var orðið erfitt fyrir ökumenn á jörðu niðri að sjá hvert þeir voru að fara. Þá hafði lögreglan í Los Angeles kyrrsett allar sínar þyrlur vegna þokunnar. Frá vettvangi slyssins í fjallshlíðinni nærri Calabasas.vísir/getty Með sérstakt leyfi til þess að fljúga við erfiðar aðstæður Eftir að hafa sveimað um í tólf mínútur fékk flugmaðurinn leyfi til að halda áfram, eins og áður segir. Hann hafði flekklausan feril og var auk þess með sérstakt leyfi til þess að fljúga við erfiðar aðstæður. Þegar hann hafði fengið leyfi til að halda áfram bað hann flugumferðarstjórn um að aðstoða sig, veita sér það sem kallað er „flight following.“ Slík aðstoð er veitt þyrluflugmönnum til að hjálpa þeim að forðast árekstra. Ekki var hins vegar hægt að veita slíka aðstoð þar sem þyrlan var of lágt niðri til þess að sjást á radarnum. Nokkrum mínútum síðar sagði flugmaðurinn flugumferðarstjórninni að hann ætlaði að hækka flugið til að forðast skýjabakka. Þyrlan hækkaði því flugið og tók svo vinstri beygju niður á við, samkvæmt radarnum, áður en samskiptin við þyrluna rofnuðu á þeim stað þar sem slysið varð. Kobe Bryant lék með Los Angeles Lakers og er talinn einn besti körfuboltamaður sögunnar.vísir/epa Geta misst tilfinningu fyrir umhverfinu þegar flogið er í mikilli þoku Thomas Anthony, stjórnandi flugöryggisnámsleiðar háskólans í Suður-Kaliforníu, segir að flugmenn geti misst tilfinningu fyrir umhverfinu þegar þeir fljúga í þoku eða miklum skýjum vegna þess hversu lélegt skyggnið getur orðið. „Þess vegna er nauðsynlegt að nota sérstök tól sem geta gefið þér gervisjóndeildarhring,“ segir Anthony í samtali við BBC en bætir við að það sé aldrei bara eitthvað eitt sem valdi flugslysi. Rannsakendur slyssins muni þurfa að horfa á heildarmyndina og það er einmitt sem þeir leggja áherslu á; að ekki sé hægt að útiloka neitt um ástæður slyssins að svo stöddu. Þannig gæti til að mynda þyrlan hafa bilað á flugi. „Við skoðum allt í þessari rannsókn í tengslum við þetta slys. Við horfum til flugmannsins, þyrluna og umhverfið og veðrið er aðeins lítill hluti af því,“ sagði Jennifer Homendy, nefndarmaður í samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í gær. Alls létust níu manns í slysinu á sunnudag.vísir/epa Enginn flugriti í flugstjórnarklefanum sem tók upp samskiptin Hún sagði flak vélarinnar dreift á um 150 metra og að stél og aðalþyrluspaðinn hafi verið brotin frá skrokki þyrlunnar. Þá var enginn flugriti í flugstjórnarklefanum sem tók upp hljóð í flugstjórnarklefanum þar sem ekki er skylt að hafa slíkan rita um borð. Homendy var spurð hvort hún teldi að einhver hefði getað lifað slysið af. Hún svaraði því til að vettvangur slyssins hefði verið ansi hrikalegur. Líkt og margar aðrar stjörnur notaðist Bryant við þyrlu til að ferðast um í Suður-Kaliforníu og forðast þannig umferðina á svæðinu sem er gjarnan hæg og þung. Þegar slysið varð var Bryant á leið á körfuboltamót í æfingabúðum sem hann hafði stofnað ásamt öðru í Calabasas. Auk Bryant og dóttur hans létust tveir liðsfélagar hennar úr körfuboltanum í slysinu, aðstoðarþjálfari, flugmaðurinn og þrír aðrir fullorðnir, þar á meðal kona sem var hafnaboltaþjálfari í háskóla.Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu 27. janúar 2020 12:48 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Þyrla Kobe Bryant, eins besta körfuboltamanns sögunnar, sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. Flugmaðurinn fékk leyfið frá flugumferðarstjórn. Nokkrum mínútum síðar hrapaði þyrlan í fjallshlíð skammt fyrir utan borgina Calabasas, sem er vestur af Los Angeles, með þeim skelfilegu afleiðingum að allir um borð létust, þar á meðal Bryant og 13 ára dóttir hans, Gianna. Veðurskilyrði höfðu verið ágæt 55 mílum sunnar í Orange County, þaðan sem þyrlan hafði tekið á loft tæpri klukkustund áður. Skyggnið þar var til að mynda fjórar mílur. Bryant hafði oft farið með þyrlu þessa leið, það er frá heimili sínu á ströndinni til Camarillo-flugvallar sem er skammt frá körfuboltaakademíu hans norður af Los Angeles. Skilyrðin versnuðu hins vegar til muna þegar leið á flugið. Þokan var orðin svo mikil að það var orðið erfitt fyrir ökumenn á jörðu niðri að sjá hvert þeir voru að fara. Þá hafði lögreglan í Los Angeles kyrrsett allar sínar þyrlur vegna þokunnar. Frá vettvangi slyssins í fjallshlíðinni nærri Calabasas.vísir/getty Með sérstakt leyfi til þess að fljúga við erfiðar aðstæður Eftir að hafa sveimað um í tólf mínútur fékk flugmaðurinn leyfi til að halda áfram, eins og áður segir. Hann hafði flekklausan feril og var auk þess með sérstakt leyfi til þess að fljúga við erfiðar aðstæður. Þegar hann hafði fengið leyfi til að halda áfram bað hann flugumferðarstjórn um að aðstoða sig, veita sér það sem kallað er „flight following.“ Slík aðstoð er veitt þyrluflugmönnum til að hjálpa þeim að forðast árekstra. Ekki var hins vegar hægt að veita slíka aðstoð þar sem þyrlan var of lágt niðri til þess að sjást á radarnum. Nokkrum mínútum síðar sagði flugmaðurinn flugumferðarstjórninni að hann ætlaði að hækka flugið til að forðast skýjabakka. Þyrlan hækkaði því flugið og tók svo vinstri beygju niður á við, samkvæmt radarnum, áður en samskiptin við þyrluna rofnuðu á þeim stað þar sem slysið varð. Kobe Bryant lék með Los Angeles Lakers og er talinn einn besti körfuboltamaður sögunnar.vísir/epa Geta misst tilfinningu fyrir umhverfinu þegar flogið er í mikilli þoku Thomas Anthony, stjórnandi flugöryggisnámsleiðar háskólans í Suður-Kaliforníu, segir að flugmenn geti misst tilfinningu fyrir umhverfinu þegar þeir fljúga í þoku eða miklum skýjum vegna þess hversu lélegt skyggnið getur orðið. „Þess vegna er nauðsynlegt að nota sérstök tól sem geta gefið þér gervisjóndeildarhring,“ segir Anthony í samtali við BBC en bætir við að það sé aldrei bara eitthvað eitt sem valdi flugslysi. Rannsakendur slyssins muni þurfa að horfa á heildarmyndina og það er einmitt sem þeir leggja áherslu á; að ekki sé hægt að útiloka neitt um ástæður slyssins að svo stöddu. Þannig gæti til að mynda þyrlan hafa bilað á flugi. „Við skoðum allt í þessari rannsókn í tengslum við þetta slys. Við horfum til flugmannsins, þyrluna og umhverfið og veðrið er aðeins lítill hluti af því,“ sagði Jennifer Homendy, nefndarmaður í samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í gær. Alls létust níu manns í slysinu á sunnudag.vísir/epa Enginn flugriti í flugstjórnarklefanum sem tók upp samskiptin Hún sagði flak vélarinnar dreift á um 150 metra og að stél og aðalþyrluspaðinn hafi verið brotin frá skrokki þyrlunnar. Þá var enginn flugriti í flugstjórnarklefanum sem tók upp hljóð í flugstjórnarklefanum þar sem ekki er skylt að hafa slíkan rita um borð. Homendy var spurð hvort hún teldi að einhver hefði getað lifað slysið af. Hún svaraði því til að vettvangur slyssins hefði verið ansi hrikalegur. Líkt og margar aðrar stjörnur notaðist Bryant við þyrlu til að ferðast um í Suður-Kaliforníu og forðast þannig umferðina á svæðinu sem er gjarnan hæg og þung. Þegar slysið varð var Bryant á leið á körfuboltamót í æfingabúðum sem hann hafði stofnað ásamt öðru í Calabasas. Auk Bryant og dóttur hans létust tveir liðsfélagar hennar úr körfuboltanum í slysinu, aðstoðarþjálfari, flugmaðurinn og þrír aðrir fullorðnir, þar á meðal kona sem var hafnaboltaþjálfari í háskóla.Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu 27. janúar 2020 12:48 Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00
Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu 27. janúar 2020 12:48
Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil. 27. janúar 2020 06:30