Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 15:13 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari verður komin með sex nýja rannsakendur í teymi sitt í haust. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar.
Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira