Hvaða þýðingu hefur helförin fyrir okkur? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. janúar 2020 10:30 Alþjóðlegi minningardagurinn um helförina var stofnsettur af Sameinuðu þjóðunum árið 2005. Dagurinn í dag varð fyrir valinu af þeirri ástæðu að þann 27. janúar árið 1945 voru Auschwitz-útrýmingarbúðirnar frelsaðar af sovéska hernum.Í Auschwitz-búðunum einum lét 1.1 milljón manns lífið, en samanlagður fjöldi þeirra sem lést í öðrum útrýmingarbúðum, vinnubúðum og gettóum á yfirráðasvæði nasista í Austur-Evrópu var mun hærri. Heildarfjöldi þeirra sem létust vegna kerfisbundinna ofsókna á stríðsárunum telur 17 milljónir manns.1 Fjöldi látinna er til marks um yfirlýst markmið Adolfs Hitlers og flokkssystkina hans að útrýma öllum þeim þegnum sem þau töldu „óæskilega“ á einhvern hátt. Undir þann hatt féllu hinar ýmsu slavnesku þjóðir, Gyðingar, Rómafólk, fatlaðir, samkynhneigðir og fjöldi annarra hópa. Af öllum hópunum sem voru teknir fyrir sóttu nasistar langsamlega harðast gegn þjóðarbroti Gyðinga. Meðal hinna látnu voru Gyðingar stærsti hópurinn og af öllum þeim veggspjöldum og áróðursritum sem voru skrifuð gegn minnihlutahópum var flestum þeirra beint gegn Gyðingum. 6 milljónir Gyðinga létu lífið í helförinni og fækkaði þeim á heimsvísu úr 17 milljónum í 11 milljónir – um það bil þriðjungur allra Gyðinga í heiminum lét lífið. Því miður hefur með árunum myndast ákveðin hugarfarsleg fjarlægð á milli yngri kynslóðanna og helfararinnar. Í dag eru 75 ár síðan frelsunin frá Auschwitz átti sér stað og fáir eftirlifandi sem geta sagt frá reynslu sinni. En það eru aðrar ástæður fyrir því að fólk gæti átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu hryllileg helförin var í raun og veru. Á ýmsan hátt hefur verið gert lítið úr þeim hörmungum sem áttu sér stað. Það er vert að taka dæmi um tvær birtingarmyndir þess. Helförin gengisfelld með óviðeigandi samanburði Það er í sjálfu sér eðlileg tilhneiging að setja liðna atburði í samhengi við nútímann. Vegna fyrrnefndrar fjarlægðar við sögusvið helfararinnar hefur það hins vegar gerst að hún sé sett í óviðeigandi samhengi. Dagur sem var fyrst og fremst hugsaður sem minningardagur um þá sem létust og þá sem komust naumlega af, hefur af og til verið „vopnvæddur“ í pólitískum tilgangi. Dæmi um það er þegar samanburður er dreginn við nútímaatburði sem eru engan veginn sambærilegir helförinni. Auðvitað ætti fólk að gagnrýna það í heiminum sem er gagnrýnisvert, en þegar samanburður er dreginn upp við atburði sem eru miklu smærri í sniðum og endurspegla flókna milliríkjapólitík frekar en nokkuð annað, er þá ekki bæði gengisfelling á helförinni og vanvirðing gagnvart fórnarlömbum hennar að draga upp slíkan samanburð? Í þeim tilfellum er varla annað að sjá en að helförin skipti litlu sem engu máli fyrir hlutaðeigandi, nema þá einungis sem hentugur stökkpallur út í þeirra eigin baráttumál.2 En eins óviðeigandi og þetta nú er, þá skýtur reglulega upp kollinum eldri og jafnvel alvarlegri birtingarmynd lítilsvirðingar gagnvart fórnarlömbum helfararinnar. Helfararafneitarar eru þöglir um lykilatriði Á nýafstöðnum minningarfundi um helförina sem var haldinn í pólska sendiráðinu bað einn gestanna um að fá orðið og hreytti síðan út úr sér dylgjum þess efnis að tölurnar um fjölda þeirra Gyðinga sem létust í helförinni hafi verið stórlega ýktar og því hafi ekki átt sér stað nein helför. Þessi athugasemd fékk sem betur fer lítinn hljómgrunn og maðurinn var með réttu harðlega gagnrýndur af öðrum gesti í kjölfarið. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og það þarf lítið að spyrja sig um tilefnin sem liggja þar að baki. Það er ekki annað að sjá en að allir sem haldi slíku fram aðhyllist lífseigar andgyðinglegar samsæriskenningar. Það er einnig áberandi að helfararafneitarar nálgist málið alltaf frá þeirri hlið að þræta fyrir fjölda hinna látnu, en láta það hins vegar kyrrt liggja að minnast á að nasistar höfðu augljóslega einbeittan brotavilja þegar kom að því að hreinsa heiminn af Gyðingum og öllum öðrum sem þeir töldu óæskilega. Það er erfitt að skilja þögn þeirra um fyrirætlanir nasista sem annað en þegjandi samþykki. Að því gefnu er allt þetta karp um tölfræði einungis tilraun til að beina umræðunni frá þeirri staðreynd að þeir eru einfaldlega fylgjandi slíkri aðför gegn minnihlutahópum. Víti til varnaðar Minning helfararinnar hjálpar okkur að sjá sögu mannréttinda í víðara samhengi. Hún hjálpar okkur að sjá hversu hratt réttindum Gyðinga og annarra minnihlutahópa hefur farið fram og hversu dýrmæt þessi réttindi eru. Auk þess veitir helförin áminningu um það hversu fljótt hættuleg hugmyndafræði getur leitt af sér hræðilegar afleiðingar ef ekki tekst að sporna við henni. Sú áminning á sérstaklega erindi til okkar í dag þar sem kunnuglegri, hatursfullri pólitískri hugmyndafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, því það er ekki einungis verkefni stjórnmálamanna, heldur alls samfélagsins að hafna slíkri hugmyndafræði. Heimildir 1 https://auschwitz.org/en/museum/news/light-of-remembrance-for-sara-j-bloomfield-director-of-united-states-holocaust-memorial-museum,1356.html 2 https://www.telegraph.co.uk/news/2020/01/23/israel-accuses-bbc-belittling-holocaust-eve-major-auschwitz/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi minningardagurinn um helförina var stofnsettur af Sameinuðu þjóðunum árið 2005. Dagurinn í dag varð fyrir valinu af þeirri ástæðu að þann 27. janúar árið 1945 voru Auschwitz-útrýmingarbúðirnar frelsaðar af sovéska hernum.Í Auschwitz-búðunum einum lét 1.1 milljón manns lífið, en samanlagður fjöldi þeirra sem lést í öðrum útrýmingarbúðum, vinnubúðum og gettóum á yfirráðasvæði nasista í Austur-Evrópu var mun hærri. Heildarfjöldi þeirra sem létust vegna kerfisbundinna ofsókna á stríðsárunum telur 17 milljónir manns.1 Fjöldi látinna er til marks um yfirlýst markmið Adolfs Hitlers og flokkssystkina hans að útrýma öllum þeim þegnum sem þau töldu „óæskilega“ á einhvern hátt. Undir þann hatt féllu hinar ýmsu slavnesku þjóðir, Gyðingar, Rómafólk, fatlaðir, samkynhneigðir og fjöldi annarra hópa. Af öllum hópunum sem voru teknir fyrir sóttu nasistar langsamlega harðast gegn þjóðarbroti Gyðinga. Meðal hinna látnu voru Gyðingar stærsti hópurinn og af öllum þeim veggspjöldum og áróðursritum sem voru skrifuð gegn minnihlutahópum var flestum þeirra beint gegn Gyðingum. 6 milljónir Gyðinga létu lífið í helförinni og fækkaði þeim á heimsvísu úr 17 milljónum í 11 milljónir – um það bil þriðjungur allra Gyðinga í heiminum lét lífið. Því miður hefur með árunum myndast ákveðin hugarfarsleg fjarlægð á milli yngri kynslóðanna og helfararinnar. Í dag eru 75 ár síðan frelsunin frá Auschwitz átti sér stað og fáir eftirlifandi sem geta sagt frá reynslu sinni. En það eru aðrar ástæður fyrir því að fólk gæti átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu hryllileg helförin var í raun og veru. Á ýmsan hátt hefur verið gert lítið úr þeim hörmungum sem áttu sér stað. Það er vert að taka dæmi um tvær birtingarmyndir þess. Helförin gengisfelld með óviðeigandi samanburði Það er í sjálfu sér eðlileg tilhneiging að setja liðna atburði í samhengi við nútímann. Vegna fyrrnefndrar fjarlægðar við sögusvið helfararinnar hefur það hins vegar gerst að hún sé sett í óviðeigandi samhengi. Dagur sem var fyrst og fremst hugsaður sem minningardagur um þá sem létust og þá sem komust naumlega af, hefur af og til verið „vopnvæddur“ í pólitískum tilgangi. Dæmi um það er þegar samanburður er dreginn við nútímaatburði sem eru engan veginn sambærilegir helförinni. Auðvitað ætti fólk að gagnrýna það í heiminum sem er gagnrýnisvert, en þegar samanburður er dreginn upp við atburði sem eru miklu smærri í sniðum og endurspegla flókna milliríkjapólitík frekar en nokkuð annað, er þá ekki bæði gengisfelling á helförinni og vanvirðing gagnvart fórnarlömbum hennar að draga upp slíkan samanburð? Í þeim tilfellum er varla annað að sjá en að helförin skipti litlu sem engu máli fyrir hlutaðeigandi, nema þá einungis sem hentugur stökkpallur út í þeirra eigin baráttumál.2 En eins óviðeigandi og þetta nú er, þá skýtur reglulega upp kollinum eldri og jafnvel alvarlegri birtingarmynd lítilsvirðingar gagnvart fórnarlömbum helfararinnar. Helfararafneitarar eru þöglir um lykilatriði Á nýafstöðnum minningarfundi um helförina sem var haldinn í pólska sendiráðinu bað einn gestanna um að fá orðið og hreytti síðan út úr sér dylgjum þess efnis að tölurnar um fjölda þeirra Gyðinga sem létust í helförinni hafi verið stórlega ýktar og því hafi ekki átt sér stað nein helför. Þessi athugasemd fékk sem betur fer lítinn hljómgrunn og maðurinn var með réttu harðlega gagnrýndur af öðrum gesti í kjölfarið. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og það þarf lítið að spyrja sig um tilefnin sem liggja þar að baki. Það er ekki annað að sjá en að allir sem haldi slíku fram aðhyllist lífseigar andgyðinglegar samsæriskenningar. Það er einnig áberandi að helfararafneitarar nálgist málið alltaf frá þeirri hlið að þræta fyrir fjölda hinna látnu, en láta það hins vegar kyrrt liggja að minnast á að nasistar höfðu augljóslega einbeittan brotavilja þegar kom að því að hreinsa heiminn af Gyðingum og öllum öðrum sem þeir töldu óæskilega. Það er erfitt að skilja þögn þeirra um fyrirætlanir nasista sem annað en þegjandi samþykki. Að því gefnu er allt þetta karp um tölfræði einungis tilraun til að beina umræðunni frá þeirri staðreynd að þeir eru einfaldlega fylgjandi slíkri aðför gegn minnihlutahópum. Víti til varnaðar Minning helfararinnar hjálpar okkur að sjá sögu mannréttinda í víðara samhengi. Hún hjálpar okkur að sjá hversu hratt réttindum Gyðinga og annarra minnihlutahópa hefur farið fram og hversu dýrmæt þessi réttindi eru. Auk þess veitir helförin áminningu um það hversu fljótt hættuleg hugmyndafræði getur leitt af sér hræðilegar afleiðingar ef ekki tekst að sporna við henni. Sú áminning á sérstaklega erindi til okkar í dag þar sem kunnuglegri, hatursfullri pólitískri hugmyndafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, því það er ekki einungis verkefni stjórnmálamanna, heldur alls samfélagsins að hafna slíkri hugmyndafræði. Heimildir 1 https://auschwitz.org/en/museum/news/light-of-remembrance-for-sara-j-bloomfield-director-of-united-states-holocaust-memorial-museum,1356.html 2 https://www.telegraph.co.uk/news/2020/01/23/israel-accuses-bbc-belittling-holocaust-eve-major-auschwitz/
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar