Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 17:18 Bláa lónið og fjallið Þorbjörn í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6). Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira