Mikil umsvif í kringum höfnina í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 08:45 Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira