Mikilvægt að almenningur komi að endurskoðun á stjórnarskrá Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2020 19:00 Guðbörg Andrea Jónsdóttir gerði rökræðurannsókn meðal almennings um breytingar á stjórnarskránni. Hún segir að niðurstöðurnar nýtist stjórnvöldum í endurskoðun á henni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að stjórnvöld muni nýta sér niðurstöður nýrrar könnunar þar sem almenningi gafst tækifæri til að rökræða breytingar á stjórnarskránni. Oft breyttist afstaða fólks að lokinni umræðu. Prófessor frá Stanford segir að stjórnvöld í 30 löndum hafi nýtt sér aðferðina. Alþingi vinnur nú saman að endurskoðun stjórnarskrárinnar og fékk Forsætisráðuneytið Félagsvísindastofnun til að gera svokallaða rökræðukönnun á síðasta ári um breytingar á henni. Verkefnið var unnið í samvinnu við lýðræðislega stjórnarskrárgerð og Stanford háskóla. Gerð var skoðanakönnun og þátttakendum svo boðið að taka þátt í umræðufundi sem fór fram í Laugardalshöll í nóvember. 233 Þátttakendur fengu sex spurningar um breytingar á stjórnarskránni og gátu rökrætt þær. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segir að í ljós hafi komið að oft breyttist viðhorf almennings eftir rökræður. „Þátttakendur breyttu til að mynda um skoðun eftir umræðu og kynningu þegar kjördæmaskipa var rædd. Íbúar á landsbyggðinni voru þannig hlynntari núverandi fyrirkomulagi fyrir rökræður en svo breytti hluti þeirra um skoðun og vildi gera landið að einu kjördæmi eftir rökræður. Það sama átti við þegar rætt var um Landsdóm og ákæruvald Alþingis. Guðbjörg telur að niðurstöður könnunarinnar geti nýst stjórnvöldum í áframhaldinu. „Ég held að þessar niðurstöður geti nýst stjórnvöldum á endurskoðun á stjórnarskránni þ.e. á þeim köflum sem sérstaklega voru teknir fyrir,“ segir Guðbjörg. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum segir mikilvægt að stjórnvöld leiti til almennings þegar stjórnarskrá sé endurskoðuð. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum þróaði aðferðina og segir mikilvægt að stjórnvöld styðjist við hana þegar breytingar eru gerðar á stjórnarskrá. „Stjórnarskráin fjallar um þær grunnreglur sem stýra hinu pólitíska ferli. Ákvæði hennar eiga að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar og grundvallast á vilja fólksins um hvernig stjórnvöld skulu starfa. Hún á að endurspegla vilja fólksins með því að skoða rökin frá öllum hliðum,“ segir Fishkon. Hann segir að Danmörk og Mongólía hafa notað aðferðina til að breyta sínum stjórnarskrám. Fleiri lönd hafi nýtt aðferðina. „Við höfum beitt aðferðinni í 30 ríkjum víða um heim, alls 110 sinnum. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að stjórnvöld muni nýta sér niðurstöður nýrrar könnunar þar sem almenningi gafst tækifæri til að rökræða breytingar á stjórnarskránni. Oft breyttist afstaða fólks að lokinni umræðu. Prófessor frá Stanford segir að stjórnvöld í 30 löndum hafi nýtt sér aðferðina. Alþingi vinnur nú saman að endurskoðun stjórnarskrárinnar og fékk Forsætisráðuneytið Félagsvísindastofnun til að gera svokallaða rökræðukönnun á síðasta ári um breytingar á henni. Verkefnið var unnið í samvinnu við lýðræðislega stjórnarskrárgerð og Stanford háskóla. Gerð var skoðanakönnun og þátttakendum svo boðið að taka þátt í umræðufundi sem fór fram í Laugardalshöll í nóvember. 233 Þátttakendur fengu sex spurningar um breytingar á stjórnarskránni og gátu rökrætt þær. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segir að í ljós hafi komið að oft breyttist viðhorf almennings eftir rökræður. „Þátttakendur breyttu til að mynda um skoðun eftir umræðu og kynningu þegar kjördæmaskipa var rædd. Íbúar á landsbyggðinni voru þannig hlynntari núverandi fyrirkomulagi fyrir rökræður en svo breytti hluti þeirra um skoðun og vildi gera landið að einu kjördæmi eftir rökræður. Það sama átti við þegar rætt var um Landsdóm og ákæruvald Alþingis. Guðbjörg telur að niðurstöður könnunarinnar geti nýst stjórnvöldum í áframhaldinu. „Ég held að þessar niðurstöður geti nýst stjórnvöldum á endurskoðun á stjórnarskránni þ.e. á þeim köflum sem sérstaklega voru teknir fyrir,“ segir Guðbjörg. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum segir mikilvægt að stjórnvöld leiti til almennings þegar stjórnarskrá sé endurskoðuð. James Fishkin prófessor við Stanford háskóla í Bandaríkjunum þróaði aðferðina og segir mikilvægt að stjórnvöld styðjist við hana þegar breytingar eru gerðar á stjórnarskrá. „Stjórnarskráin fjallar um þær grunnreglur sem stýra hinu pólitíska ferli. Ákvæði hennar eiga að vera í samræmi við vilja þjóðarinnar og grundvallast á vilja fólksins um hvernig stjórnvöld skulu starfa. Hún á að endurspegla vilja fólksins með því að skoða rökin frá öllum hliðum,“ segir Fishkon. Hann segir að Danmörk og Mongólía hafa notað aðferðina til að breyta sínum stjórnarskrám. Fleiri lönd hafi nýtt aðferðina. „Við höfum beitt aðferðinni í 30 ríkjum víða um heim, alls 110 sinnum.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira