Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 23:00 Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40