Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 15:30 Handleggurinn kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni í maí 2017. Selvogsgrunn er merkt með rauðum punkti á korti. Map.is/Hjalti Líkamsleifar komu í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017. Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Nú í janúar voru borin kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf árið 1987 og vinnur lögregla á Suðurlandi að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Sjá einnig: Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Höfuðkúpan umrædda fannst við Ölfusá árið 1994. Ekki var unnt að bera kennsl á hana með tækni þess tíma og hafði hún því setið í geymslu í nær aldarfjórðung þegar ákveðið var að senda hana í aldursgreiningu. Fyrr í mánuðinum fékkst svo staðfest, með hjálp lífsýna úr eftirlifandi aðstandendum, að kúpan væri af Jóni Ólafssyni, skipstjóra frá Þorlákshöfn, sem talið er að hafi fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Höfuðkúpan kom til tals á ótengdum fundi Lögreglan á Suðurlandi fór með rannsókn málsins. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn fer fyrir rannsóknardeildinni. Hann segir í samtali við Vísi að sýnataka úr aðstandendum fólks sem týnist hafi nú í nokkurn tíma verið hluti af verklagi lögreglu í slíkum málum. „Í dag er reglan þannig að þegar einstaklingur týnist þá er aflað gagna, eins og til dæmis um það hvernig var hann klæddur, er hann með tattú, eru til fingraför af honum. Og á undanförnum árum hefur þessu verið bætt við, að taka sýni úr aðstandendum til að eiga til samanburðar ef viðkomandi finnst látinn og líkið er í því ástandi að ekki er hægt að bera kennsl á það með öðrum hætti en DNA-greiningu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að hugmyndin að greiningu á höfuðkúpunni hafi kviknað á fundi sem hann sótti hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra í mars í fyrra, sem boðað var til vegna ótengdra mála. „Þar kemur upp að þessi höfuðkúpa sé til og alltaf ófrágengin. Ég bað bara um að hún færi strax í þennan farveg, að það færi fram aldursgreining og ef hún reyndist vera frá því sem má kalla nútíma þá myndum við í framhaldinu reyna að finna samsvörun með DNA-greiningu.“ „Nýlegur“ handleggur en engar vísbendingar Inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, segist Oddur aðeins vita um eitt. Um er að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur segir að engar vísbendingar hafi fundist í tengslum við málið. Þá sé DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending sé að ræða. Runólfur Þórhallsson hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra staðfestir að málið sé hið eina óupplýsta sinnar tegundar á skrá hjá kennslanefnd. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um það. Umfjöllun um leitina að Jóni Ólafssyni, skipstjóra úr Þorlákshöfn, í Morgunblaðinu 7. janúar 1988.Skjáskot/tímarit.is Aðstandendum velkomið að hafa samband Þá fékkst ekki afhentur uppfærður listi yfir óupplýst mannshvörf á Íslandi eins og hann stendur nú frá kennslanefnd. Í ársskýrslu lögreglu fyrir árið 2017 er þó að finna lista yfir „horfna menn“ frá 1945 og þar til í ágúst 2018, bæði af landi og á sjó. Sá listi telur nöfn 120 einstaklinga. Í umfjöllun Fréttablaðsins frá árinu 2016 kemur fram að frá 1970 hafi 43 óupplýst mannshvörf verið skráð hjá lögreglu á Íslandi. Inni í þeim tölum voru þó ekki menn sem horfið hafa á sjó. Um framhaldið í þessum efnum á Suðurlandi segir Oddur að lögregla vinni áfram að því að safna lífsýnum úr aðstandendum þeirra sem týnst hafa í umdæminu. Lífsýnin eru geymd í gagnabanka hjá kennslanefnd. „Við eigum eftir að sækja DNA-sýni úr aðstandendum einstaklinga sem hurfu fyrr á árum. Það er verkefni sem við höfum verið að týna í hús hægt og rólega undanfarin ár eða tvö,“ segir Oddur. „Við munum vera áfram í sambandi við aðstandendur þeirra sem eru horfnir og höfum ekki fengið DNA-snið hjá til að eiga það. Fólki er velkomið að hafa samband við okkur að fyrra bragði ef vill.“ Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Líkamsleifar komu í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017. Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. Nú í janúar voru borin kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf árið 1987 og vinnur lögregla á Suðurlandi að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Sjá einnig: Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Höfuðkúpan umrædda fannst við Ölfusá árið 1994. Ekki var unnt að bera kennsl á hana með tækni þess tíma og hafði hún því setið í geymslu í nær aldarfjórðung þegar ákveðið var að senda hana í aldursgreiningu. Fyrr í mánuðinum fékkst svo staðfest, með hjálp lífsýna úr eftirlifandi aðstandendum, að kúpan væri af Jóni Ólafssyni, skipstjóra frá Þorlákshöfn, sem talið er að hafi fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Höfuðkúpan kom til tals á ótengdum fundi Lögreglan á Suðurlandi fór með rannsókn málsins. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn fer fyrir rannsóknardeildinni. Hann segir í samtali við Vísi að sýnataka úr aðstandendum fólks sem týnist hafi nú í nokkurn tíma verið hluti af verklagi lögreglu í slíkum málum. „Í dag er reglan þannig að þegar einstaklingur týnist þá er aflað gagna, eins og til dæmis um það hvernig var hann klæddur, er hann með tattú, eru til fingraför af honum. Og á undanförnum árum hefur þessu verið bætt við, að taka sýni úr aðstandendum til að eiga til samanburðar ef viðkomandi finnst látinn og líkið er í því ástandi að ekki er hægt að bera kennsl á það með öðrum hætti en DNA-greiningu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að hugmyndin að greiningu á höfuðkúpunni hafi kviknað á fundi sem hann sótti hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra í mars í fyrra, sem boðað var til vegna ótengdra mála. „Þar kemur upp að þessi höfuðkúpa sé til og alltaf ófrágengin. Ég bað bara um að hún færi strax í þennan farveg, að það færi fram aldursgreining og ef hún reyndist vera frá því sem má kalla nútíma þá myndum við í framhaldinu reyna að finna samsvörun með DNA-greiningu.“ „Nýlegur“ handleggur en engar vísbendingar Inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, segist Oddur aðeins vita um eitt. Um er að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur segir að engar vísbendingar hafi fundist í tengslum við málið. Þá sé DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending sé að ræða. Runólfur Þórhallsson hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra staðfestir að málið sé hið eina óupplýsta sinnar tegundar á skrá hjá kennslanefnd. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um það. Umfjöllun um leitina að Jóni Ólafssyni, skipstjóra úr Þorlákshöfn, í Morgunblaðinu 7. janúar 1988.Skjáskot/tímarit.is Aðstandendum velkomið að hafa samband Þá fékkst ekki afhentur uppfærður listi yfir óupplýst mannshvörf á Íslandi eins og hann stendur nú frá kennslanefnd. Í ársskýrslu lögreglu fyrir árið 2017 er þó að finna lista yfir „horfna menn“ frá 1945 og þar til í ágúst 2018, bæði af landi og á sjó. Sá listi telur nöfn 120 einstaklinga. Í umfjöllun Fréttablaðsins frá árinu 2016 kemur fram að frá 1970 hafi 43 óupplýst mannshvörf verið skráð hjá lögreglu á Íslandi. Inni í þeim tölum voru þó ekki menn sem horfið hafa á sjó. Um framhaldið í þessum efnum á Suðurlandi segir Oddur að lögregla vinni áfram að því að safna lífsýnum úr aðstandendum þeirra sem týnst hafa í umdæminu. Lífsýnin eru geymd í gagnabanka hjá kennslanefnd. „Við eigum eftir að sækja DNA-sýni úr aðstandendum einstaklinga sem hurfu fyrr á árum. Það er verkefni sem við höfum verið að týna í hús hægt og rólega undanfarin ár eða tvö,“ segir Oddur. „Við munum vera áfram í sambandi við aðstandendur þeirra sem eru horfnir og höfum ekki fengið DNA-snið hjá til að eiga það. Fólki er velkomið að hafa samband við okkur að fyrra bragði ef vill.“
Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17
Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44