Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 11:05 Ríkisstjórn Ernu Solberg fyrir utan konungshöllina í Osló í morgun. Getty Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína. Verulega er stokkað upp en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. Í nýju ríkisstjórninni eru tólf ráðherrar úr Hægriflokki Solberg og fjórir bæði úr Venstre og Kristilega þjóðarflokknum. Jan Tore Sanner, varaformaður Hægriflokksins, tekur við embætti fjármálaráðherra af Siv Jensen, formanni Framfaraflokksins. Trine Skei Grande, formaður Venstre, hættir sem menningarmálaráðherra og verður nýr ráðherra menntamála og innflytjendamála. Knut Arild Hareide, fyrrverandi formaður Kristilegra demókrata, verður nýr samgönguráðherra, en núverandi formaður, Kjell Ingolf Ropstad, verður barna- og fjölskyldumálaráðherra. Þá verður Geir Inge Sivertsen frá Hægriflokknum sjávarútvegsráðherra í nýrri stjórn. Hin 33 ára Tina Bru verður nýr olíu- og orkumálaráðherra en hún þykir ein af helstu vonarstjörnum norska Hægriflokksins. Bru tók sæti á norska þinginu fyrir Rogaland árið 2013, en í embætti ráðherra mun hún fara fyrir olíuvinnslu Norðmanna sem mun aukast mikið á næstu árum. Abid Raja, þingmaður Venstre, er nýr menningarmálaráðherra Noregs og tekur við því embætti af Skei Grande, en hann táraðist er hann tók við lyklunum að ráðuneytinu fyrr í dag. Raja er af pakistönskum uppruma og flutti til Noregs á áttunda áratugnum. Hann tók sæti á þinginu árið 2013. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá því 20. janúar að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Mikil óánægja hafði verið innan flokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Sjá má nýju ríkisstjórnina og skiptingu ráðherraembætta í frétt á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40 Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Stefnir á að kynna nýja stjórn fyrir mánaðamót Forsætisráðherra Noregs þarf nú að fylla skarð þeirra ráðherra úr röðum Framfaraflokksins sem senn hverfa úr ríkisstjórn. 21. janúar 2020 12:40
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01