Þingmenn að farast úr leiðindum Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 10:36 Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Vísir/AP Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15