Vetrarfærð í flest öllum landshlutum. Á Suðvesturlandi er þó greiðfært að mestu á láglendi en hálka á fjallvegum. Á Vesturlandi er þæfingsfærð á Fróðárheiði en annars hálka á flestum leiðum. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Kleifaheiði.
Lokað um Hálfdán og Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Klettsháls. Verið er að kanna færð á öðrum leiðum.
Á Norðurlandi er lokað á Öxnadalsheiði en verið að moka. Ófært er á Vatnsskarði og er verið að kanna færð á öðrum leiðum.
Á Norðausturlandi er síðan þæfingsfærð á Hófaskarði og Hálsum og verið að kanna færð á öðrum leiðum.
Yfirlit: Vetrarfærð í flest öllum landshlutum. Upplýsingasíminn 1777 er opinn frá klukkan 06:30 – 22:00 alla daga. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 24, 2020