Keyptu smámuni með fölsuðum evrum og fengu íslenskar krónur til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:09 Einn af fölsuðu seðlunum sem komst í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða seðil sem hægt er að kaupa í Rússlandi, að sögn lögreglu. Lögregla Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira