Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kveðst ekki óttast að frumkvæðisathugun þingnefndar á hæfi hans leiði til þess að hann þurfi að segja af sér. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist vilja ýtarlegri upplýsingar um það hvernig hagsmunamat fari fram. Líkt og fréttastofa hefur fjallað um í dag mætti Kristján Þór á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi ráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. „Ég hef ekkert að fela í þessum efnum og bregst við hvenær sem eftir því er leitað til þess að ræða þetta og það er bara sjálfsagður hlutur,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu að fundi loknum. Sjá einnig: „Ég hef ekkert að fela“ Nefndarmönnum var tíðrætt um hæfisreglur stjórnsýsluréttarins og veltu því margir upp hvort þær ættu einhverjum tilfellum einnig að gilda um almenna lagasetningu. „Við munum að sjálfsögðu, og höfum, fleiri spurningar og þær snúa kannski einmitt sérstaklega að því hvernig svona hagsmunamat fer fram. Vegna þess að mér finnst ekki skírt að það sé viðhaft þegar kemur að almennum stjórnvaldsfyrirmælum, reglugerðargerð eða öðru slíku vegna þess að þar er það sem að þarf að meta hvort að Samherji hafi verulega hagsmuni umfram aðra aðila,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. Hún var ekki ein um að velta þessu fyrir sér en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi sem dæmi frumvarp sem samþykkt var á Alþingi um veiðiheimildir á makríl. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Vísir/Vilhelm „Hvað þurfa hagsmunirnir að vera miklir, í milljörðum talið, svo að fyrrum stjórnarformaður Samherja og náinn vinur helsta eiganda teljist vanhæfur til að taka ákvörðun um slíka millifærslu fjármuna frá almenningi til Samherja?“ spurði Guðmundur Andri. Kristján Þór svaraði á þá leið að ekki væru lagaleg rök fyrir staðhæfingum um að ráðherra sé vanhæfur til að taka þátt í lagasetningu. „Hlutdeild og kvótasetning á makríl var fyrst og fremst viðbragð við dómi Hæstaréttar þar sem að handahófskennd vinnubrögð höfðu verið dæmd ólögmæt og við þessu varð löggjafinn að bregðast. Og úthlutun á makrílkvóta fer til mörghundruð aðila, það tekur ekki til eins fyrirtækis eða örfárra,“ segir Kristján Þór. Kristján Þór svarar spurningum nefndarmanna.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00 „Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 „Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Bein útsending: Kristján Þór kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 09:00
„Ég hef ekkert að fela“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir hvorki sig né ráðuneyti sitt hafa neitt að fela í tengslum við Samherjamálið. 22. janúar 2020 12:45
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46
„Þú leggur ekkert mat á það við hvorn hluta sjálfsins þú ert að tala“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að símhringing hans til Þorsteins Más Baldvinssonar, eiganda og þáverandi forstjóra Samherja, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni fyrirtækisins í Namibíu hafi verið hluti af athafnaskyldu hans sem ráðherra. 22. janúar 2020 10:49