Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 15:24 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók til máls við upphaf fundarins í dag. vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. Þessi krónutöluhækkun er 52.507 krónum umfram þá 90 þúsund króna launahækkun á lægstu laun sem samið var um í lífskjarasamningnum í apríl síðastliðnum. Á opnum samningafundi Eflingar í Iðnó í hádeginu kom fram að þessi launakrafa sé í samhengi við þá kröfu félagsins að staða láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg verði leiðrétt sérstaklega í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Atkvæðagreiðsla fer fram þessa dagana á meðal þeirra 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni um að boða til verkfalla takist samningar ekki. Samningar hafa verið lausir frá því 31. mars. Efling boðaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, til samningafundarins en hann þáði ekki boðið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og samninganefnd félagsins tóku til máls við upphaf fundarins en síðan kynnti Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, tilboð félagsins til Reykjavíkurborgar. Frá fundi Eflingar í Iðnó í dag.vísir/vilhelm Desemberuppbótin verði frekar eins og 13. mánuðurinn Viðar fór ítarlega yfir tilboðið og sagði samninganefndina fallast á þá 90 þúsund króna launahækkun sem væri í lífskjarasamningnum. Þá ræddi hann um þá kröfu að desemberuppbótin verði tæpar 400 þúsund krónur við lok samningstímans, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sagði hann ákveðna eðlisbreytingu felast í þessari kröfu varðandi það hvernig desemberuppbót hefur hingað til virkað. Væri þetta meira í ætt við 13. mánuðinn. Sama hugmyndafræði væri á bak við orlofsuppbótina þar sem krafan er að hún verði tæpar 200 þúsund krónur í lok samningstímans. Viðar tók þó fram að samninganefndin væri opin til viðræðna um þessi atriði og það þyrfti ekki að steyta á þeirri útfærslu sem lögð væri til í tilboðinu. „Ekki síst vegna þess að það eru fleiri atriði í tilboðinu sem ég mun koma inn á. Mikilvægast af því og kannski það sem ég tel mikilvægast að útskýra hér í dag er það að samninganefndin gerir kröfu um sérstaka leiðréttingu á stöðu láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg,“ sagði Viðar og rakti svo í rökin og forsendurnar að baki því. Ein af glærunum í kynningu Viðars á tilboði Eflingar til Reykjavíkurborgar. Taxtarnir bæði gólf og þak Nefndi hann meðal annars það að taxtar hjá Reykjavíkurborg væru bæði gólf og þak, það er bæði lágmarkslaun og hámarkslaun. Þetta sagði hann þann stóra mun sem væri á kjörum þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði og þeim sem vinna hjá sveitarfélögunum. Þá ætti stór hópur, eða um þúsund manns sem vinna á leikskólum borgarinnar, engan möguleika á yfirvinnu eða vaktavinnu. Auk þessa hefði aukið álag og ábyrgð hafi færst á láglaunafólk hjá borginni síðustu tíu til tólf ár vegna niðurskurðar en síðan þenslu sem hafði í för með sér að starfsfólk hefði „flúið störf hjá borginni í unnvörpum.“ Viðar fór síðan yfir þá útfærslu sem Efling leggur til svo hækka megi laun í lægstu launaflokkum Reykjavíkurborgar og taka þannig skref til afnáms láglaunastefnu og kynjamisréttis hjá borginni, eins og það var orðað í kynningu Viðars. Útfærslan í tilboðinu nær til 1800 félagsmanna Eflingar. „Ekki upphæðir sem munu setja íslenskan vinnumarkað á hliðina“ Lagt er til að þann 1. september 2020 og þann 1. mars 2021 breytist tengiregla starfsmats fyrir ákveðin matsstig þannig að launin í lægstu launaflokkum hækka. Um er að ræða leiðréttingu á svokallaðri „starfsmatslínu“ sem ákvarðar tenginguna milli starsfmatsstiga og röðun starfs í launaflokk. Sagði í kynningu Viðars að þetta væri raunhæf, auðframkvæmanleg og þekkt útfærsla. Þá væri þetta styrking á hugmyndafræði lífskjarasamningsins um sérstakar hækkanir á lægstu laun án launaskriðs. Útfærsla Eflingar nær til 1800 félagsmanna þar sem 78 prósent eru konur. Hún hefur áhrif á laun undir 445.833 krónum á mánuði og mest á lægstu laun. Mesta hækkun á mánaðarlaun samtals á samningstímanum, umfram þær 90 þúsund krónur sem samninganefndin hefur fallist á, er 52.507 krónur og kemur fram í tveimur skrefum. Lægsta hækkunin á samningstímanum er 21.918 ofan á 90 þúsund krónurnar. „Þessar upphæðir eru ekki upphæðir sem munu setja íslenskan vinnumarkað á hliðina eða sprengja upp íslenskan vinnumarkað. Að halda því fram er hreint út sagt fásinna. Þessar tölur sem við erum að tala um hér eru sambærilegar við til dæmis yfirborganir sem við þekkjum og sjáum og eru mjög algengar, jafnvel í lægst launuðustu störfunum á almennum vinnumarkaði, svo sem eins og bónusar og slíkt. Enn fremur þá er það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt,“ sagði Viðar á fundinum í Iðnó í dag.Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. Þessi krónutöluhækkun er 52.507 krónum umfram þá 90 þúsund króna launahækkun á lægstu laun sem samið var um í lífskjarasamningnum í apríl síðastliðnum. Á opnum samningafundi Eflingar í Iðnó í hádeginu kom fram að þessi launakrafa sé í samhengi við þá kröfu félagsins að staða láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg verði leiðrétt sérstaklega í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Atkvæðagreiðsla fer fram þessa dagana á meðal þeirra 1800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni um að boða til verkfalla takist samningar ekki. Samningar hafa verið lausir frá því 31. mars. Efling boðaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, til samningafundarins en hann þáði ekki boðið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og samninganefnd félagsins tóku til máls við upphaf fundarins en síðan kynnti Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, tilboð félagsins til Reykjavíkurborgar. Frá fundi Eflingar í Iðnó í dag.vísir/vilhelm Desemberuppbótin verði frekar eins og 13. mánuðurinn Viðar fór ítarlega yfir tilboðið og sagði samninganefndina fallast á þá 90 þúsund króna launahækkun sem væri í lífskjarasamningnum. Þá ræddi hann um þá kröfu að desemberuppbótin verði tæpar 400 þúsund krónur við lok samningstímans, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Sagði hann ákveðna eðlisbreytingu felast í þessari kröfu varðandi það hvernig desemberuppbót hefur hingað til virkað. Væri þetta meira í ætt við 13. mánuðinn. Sama hugmyndafræði væri á bak við orlofsuppbótina þar sem krafan er að hún verði tæpar 200 þúsund krónur í lok samningstímans. Viðar tók þó fram að samninganefndin væri opin til viðræðna um þessi atriði og það þyrfti ekki að steyta á þeirri útfærslu sem lögð væri til í tilboðinu. „Ekki síst vegna þess að það eru fleiri atriði í tilboðinu sem ég mun koma inn á. Mikilvægast af því og kannski það sem ég tel mikilvægast að útskýra hér í dag er það að samninganefndin gerir kröfu um sérstaka leiðréttingu á stöðu láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg,“ sagði Viðar og rakti svo í rökin og forsendurnar að baki því. Ein af glærunum í kynningu Viðars á tilboði Eflingar til Reykjavíkurborgar. Taxtarnir bæði gólf og þak Nefndi hann meðal annars það að taxtar hjá Reykjavíkurborg væru bæði gólf og þak, það er bæði lágmarkslaun og hámarkslaun. Þetta sagði hann þann stóra mun sem væri á kjörum þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði og þeim sem vinna hjá sveitarfélögunum. Þá ætti stór hópur, eða um þúsund manns sem vinna á leikskólum borgarinnar, engan möguleika á yfirvinnu eða vaktavinnu. Auk þessa hefði aukið álag og ábyrgð hafi færst á láglaunafólk hjá borginni síðustu tíu til tólf ár vegna niðurskurðar en síðan þenslu sem hafði í för með sér að starfsfólk hefði „flúið störf hjá borginni í unnvörpum.“ Viðar fór síðan yfir þá útfærslu sem Efling leggur til svo hækka megi laun í lægstu launaflokkum Reykjavíkurborgar og taka þannig skref til afnáms láglaunastefnu og kynjamisréttis hjá borginni, eins og það var orðað í kynningu Viðars. Útfærslan í tilboðinu nær til 1800 félagsmanna Eflingar. „Ekki upphæðir sem munu setja íslenskan vinnumarkað á hliðina“ Lagt er til að þann 1. september 2020 og þann 1. mars 2021 breytist tengiregla starfsmats fyrir ákveðin matsstig þannig að launin í lægstu launaflokkum hækka. Um er að ræða leiðréttingu á svokallaðri „starfsmatslínu“ sem ákvarðar tenginguna milli starsfmatsstiga og röðun starfs í launaflokk. Sagði í kynningu Viðars að þetta væri raunhæf, auðframkvæmanleg og þekkt útfærsla. Þá væri þetta styrking á hugmyndafræði lífskjarasamningsins um sérstakar hækkanir á lægstu laun án launaskriðs. Útfærsla Eflingar nær til 1800 félagsmanna þar sem 78 prósent eru konur. Hún hefur áhrif á laun undir 445.833 krónum á mánuði og mest á lægstu laun. Mesta hækkun á mánaðarlaun samtals á samningstímanum, umfram þær 90 þúsund krónur sem samninganefndin hefur fallist á, er 52.507 krónur og kemur fram í tveimur skrefum. Lægsta hækkunin á samningstímanum er 21.918 ofan á 90 þúsund krónurnar. „Þessar upphæðir eru ekki upphæðir sem munu setja íslenskan vinnumarkað á hliðina eða sprengja upp íslenskan vinnumarkað. Að halda því fram er hreint út sagt fásinna. Þessar tölur sem við erum að tala um hér eru sambærilegar við til dæmis yfirborganir sem við þekkjum og sjáum og eru mjög algengar, jafnvel í lægst launuðustu störfunum á almennum vinnumarkaði, svo sem eins og bónusar og slíkt. Enn fremur þá er það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt,“ sagði Viðar á fundinum í Iðnó í dag.Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30
Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent