Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 14:45 Donald Trump talaði í hálftíma í Davos. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“ Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi „heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. Hin árlega ráðstefna helstu áhrifamanna heimsins snýst að þessu sinni um sjálfbærni og þó að Trump hafi að mestu nýtt ræðutíma sinn í að þylja upp það sem hann telur vera helstu afrek Bandaríkjastjórnar undir hans stjórn ræddi hann stuttlega um umræðu um loftslagsbreytingar. Hvatti hann meðal annars viðstadda til þess að hafna málflutningi „heimsendaspámanna“ sem spá miklum hamförum verði ekkert að gert til þess að stemma stigu við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Þessir spámenn vilja alltaf það sama. Algjör völd til þess að drottna yfir, umbreyta og stjórna því hvernig við lifum lífinu,“ sagði Trump. Erlendir fréttamiðlar hafa sett ummæli Trump í samhengi við það að aðgerðarsinninn sænski Greta Thunberg, sem er sautján ára, var viðstödd ávarp Trump. Hún hefur margsinnis gagnrýnt forsetans og hvatt leiðtoga heimsins til þess að grípa tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum. Í ávarpinu sagði Trump að umhverfismál væru honum mjög mikilvæg. Þannig minntist hann á það að hann væri stuðningsmaður áætlana um að planta billjónum trjá um heim allan á næstkomandi árum til að binda kolefni. „Það sem ég vil er hreinasta vatnið og hreinasta loftið,“ sagði Trump. Thunberg svaraði Trump í sömu mynt, án þess að nefna hann á nafn. Hún varaði leiðtog heimsins við aðgerðarleysi. „Ég velti því fyrir mér hvað þið ætlið að segja börnum ykkar að hafi verið ástæðan fyrir því að ykkur mistókst og að þið skilduð þau eftir til þess að glíma við loftslagsógnina sem er af ykkar völdum,“ sagði Thunberg og bætti við. „Þið segið: Við munum ekki bregðast ykkur. Ekki vera svona svartsýn. Svo er það bara þögn.“
Donald Trump Loftslagsmál Sviss Tengdar fréttir Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50