Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 11:30 Kylian Mbappe hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Hér er hann í leik á móti íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira