Stormur, éljagangur og vatnavextir Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:44 Það mun blása á vestanverðu landinu og miðhálendinu í dag. Enn eru ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi vestan Hestfjalls og sýnir vatnshæðarmælir við Brúnastaði svipað ástand. Gular viðvaranir vegna hvassviðris og éljagangs taka gildi á vestanverðu landinu og á miðhálendinu með morgninum og gilda fram á nótt. Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofunni segir að áfram megi búast við einhverri úrkomu á vatnasviði Hvítár og mun úrkoman ásamt leysingu skila sér með tíð og tíma neðar í ána. Sérfræðingurinn segir að vegna þessa séu líkur á að vatnshæð á svæðinu hækki meira og að flæði enn frekar í nærumhverfi árfarvegarins. Enn fremur er möguleiki á svokölluðum þrepahlaupum þegar ísstíflurnar losna og rennsli árinnar getur aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.Sjá einnig: Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Úrkoman í fyrrinótt og leysing hefur valdið nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegina. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á suðausturlandi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Þá taka gular veðurviðvarandi gildi með morgninum víða um land; eða á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Búist er við hvassviðri eða stormi með talsverðum éljagangi og skafrenningi. Það verður því lélegt skyggni og akstursskilyrði versna. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gert er ráð fyrir að ástandið vari fram á nótt. Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Enn eru ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi vestan Hestfjalls og sýnir vatnshæðarmælir við Brúnastaði svipað ástand. Gular viðvaranir vegna hvassviðris og éljagangs taka gildi á vestanverðu landinu og á miðhálendinu með morgninum og gilda fram á nótt. Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofunni segir að áfram megi búast við einhverri úrkomu á vatnasviði Hvítár og mun úrkoman ásamt leysingu skila sér með tíð og tíma neðar í ána. Sérfræðingurinn segir að vegna þessa séu líkur á að vatnshæð á svæðinu hækki meira og að flæði enn frekar í nærumhverfi árfarvegarins. Enn fremur er möguleiki á svokölluðum þrepahlaupum þegar ísstíflurnar losna og rennsli árinnar getur aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.Sjá einnig: Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Úrkoman í fyrrinótt og leysing hefur valdið nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegina. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á suðausturlandi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Þá taka gular veðurviðvarandi gildi með morgninum víða um land; eða á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Búist er við hvassviðri eða stormi með talsverðum éljagangi og skafrenningi. Það verður því lélegt skyggni og akstursskilyrði versna. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gert er ráð fyrir að ástandið vari fram á nótt.
Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15