Segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 11:31 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir pólitíkina í borginni oft á lágu plani. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist stundum hálf skammast sín fyrir að vera í borgarstjórn. Stemningin sé stundum erfið og pólitíkin í borginni oft á lágu plani. Þetta sagði Hildur í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. „Það er bæði algerlega frábært og draumastarfið mitt og ég er full af ástríðu og í þessu af öllu hjarta en svo getur það líka verið alveg ótrúlega undarlegt starfsumhverfi, bara pólitíkin,“ segir Hildur. Starfið sé allt öðruvísi en hún hafi fengið að venjast í fyrri störfum, en Hildur starfaði sem lögfræðingur áður en hún fór út í pólitík. Þar sé mikil skilvirkni og maður þurfi að gera grein fyrir hverju einasta korteri sem maður vinni. Allt sé mjög faglegt og vandað og maður hræðist að gera ekki nógu vel. Ekki stemning fyrir gömlu fari „Stundum hef ég staðið mig að því að hálfskammast mín fyrir að vera partur af þessu. Það eru sem betur fer margir þarna sem eru sömu skoðunar og ég og mjög gjarnan vilja breyta þessu. Þetta er í einhverju gömlu fari sem ég held að sé ekki stemning fyrir lengur,“ segir Hildur. Kannski er það bara því fjölmiðlar matreiða það svoleiðis, en mér finnst þið dálítið óþekk? „Já, ég er ekkert hissa á því að þér finnist það. Mér finnst pólitíkin í borgini oft á svolítið lágu plani, ég verð að segja það,“ segir Hildur. „Auðvitað verður fólk að gera sér grein fyrir því að bara brotabrot af starfinu birtist í fjölmiðlum og lang stærstur hluti vinnunnar fer fram inni á lokuðum nefndarfundum sem enginn sér og þar eru almennt allir mjög „civiliseraðir“ og hlutirnir ganga vel,“ segir hún. „Auðvitað er ágreiningur en það er bara gert grein fyrir honum á yfirvegaðan hátt. Auðvitað, almennt, en ég er kannski meira að tala um borgarstjórnarfundina sjálfa þar sem eru sviðslistir í gangi þar. Þar eiga menn til að fara í manninn en ekki boltann og svona.“ „Ég trúi því að verði breytingar og eins og ég segi með nýjum kynslóðum og nýju fólki þá eru fleiri sem vilja sjá breytingar á þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bakaríið Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47 Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Núverandi borgarstjórnarmeirihluti fengi rúman meirihluta væri gengið til kosninga í dag ef marka má nýja könnun Zenter sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 14. ágúst 2020 16:47
Núverandi meirihluti fengi rúman meirihluta Meirihlutinn myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fá 58 prósent atkvæða borgarbúa. 14. ágúst 2020 06:40