Segir peninga ráða leiknum og hvetur knattspyrnusamböndin til að hugsa um leikmennina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 08:00 De Bruyne átti góðan leik í gærkvöld en það dugði ekki til. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira