Segir peninga ráða leiknum og hvetur knattspyrnusamböndin til að hugsa um leikmennina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 08:00 De Bruyne átti góðan leik í gærkvöld en það dugði ekki til. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira